<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, janúar 04, 2009

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla!

Ég hef oft haft árslista yfir bestu plöturnar en ég klikkaði í fyrra og núna hef ég ekki hlustað mikið á nýjar plötur en ef vel gengur þá ætti listi að vera kominn í febrúar ..eða í lok ársins. Getum við ekki bara sagt að það sé marktækasti listinn því það hafi farið svo mikill tími í hann? Það sem ég geri oftast eftir árið er að down***** plötunum sem eru á hinum og þessum árslistum, hlusta og svo byggi ég listann minn á því. Finnst ágæt hugmynd eins og Sýrður Rjómi gerði að hafa líka lista yfir bestu lögin því það er minna um að fólk nenni að hlusta á heilu plöturnar.

Veit ekki alveg hver nýjársheitin mín geta verið ..set sjaldan einhver heit og hvað þá að framfylgja þeim. Held samt að ég eigi eftir blogga meira heldur en 2008 en þó ekki meira en t.d. 2005.

Haukur var með spá ..kannski ég spái smá ..Smáspá..

Liverpool verða Englandsmeistarar.

Einn mjög frægur tónlistarmaður deyr á árinu.

Atvinnuleysi mælist 8,3% í apríl

Gengisvísitalan verður 197 í júlí

Herbert kemur með nýjan disk

Albert verður nýtt nafn í tónlistinni sem vert er að fylgjast með

og eitthvað...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?