<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júlí 27, 2008

ég var sáttur með Greg Norman um síðustu helgi ..bara verst að hann náði ekki að halda þetta út.

Gugga systir mín er komin til Íslands og ég sá Sólon frænda minn í fyrsta skiptið ..sterklegur strákur sem á eftir að geta lamið mig eftir 12 ár.

Uppgvötaði nýja tónlist um daginn: Cristina
Hægt að líkja henni við Blondie ..svoldið diskó ...tékkið á jólalaginu Things Fall Apart og textunum í því.

laugardagur, júlí 12, 2008

Ég komst sem sagt loksins inná svæðið á mánudeginum með því að ná í miðann minn hjá Kristu sem hafði tekið hann með frá Íslandi. Ég hitti hana á flugvellinum og brunaði svo á svæðið. Durgarnir höfðu tjaldað á bestasta stað í heimi ..á C51 sem er beint á móti lestinni og stutt inná svæðið.

Það var svoldil mikil rútína hjá okkur. Vaknað í svitabaði, farið út með svefnpokann og lúllað í skugga, svo morgunmatur, svo drekkið bjór fram eftir degi.

Við kepptum í Ölympics á þriðjudeginum ..eða miðvikudeginum og það var keppt í boðhlaupi og boðdrykkju og mitt lið, The Young Ones, unnum þetta auðveldlega. Ég, Finnur og Óli S. mynduðum þetta fallega lið.

Sumir voru fyllri en aðrir og sumir voru með skemmtilegar viðreynsluaðferðir eins og einn ónafngreindur einstaklingur sem ákvað að klína frostpinna sem hann var að borða á handleginn á einni stelpunni. Hún hélt að hann hefði gert þetta óvart og hélt því áfram að horfa á hljómsveitina. 10 sekúndum síðar ákvað hann að sleikja upp ísinn sem hann hafði skilið eftir á handleggnum hennar. Hún rauk þá í burtu.

Ég keppti í Naked run og endaði í 3ja sæti

..djók ..ég endaði í 8. sæti

..djók ..ég tók ekki þátt.

Veðrið var of gott allan tímann ..ég brann pínu á handleggnum en svo ok.

Fór einu sinni í sturtu yfir hátíðina.

Mér fannst kamrarnir óvenju snyrtilegir þetta árið.

Ég missti röddina í 3 daga.

Campið var semi rólegt en drakk mjög mikið.

Við munum gleyma seint norska skassinu sem var við hliðiná okkur í kampi ..ætli hún sé búin að finna veskið sitt?

Vinní the pú var að standa sig vel ..hann sérst á nokkrum stöðum á Youtube.

Óli Indí stóð sig vel í póker en illa í búningakeppninni

Raggi stóð sig vel í búningakeppninni og náði að afveikjast mjög fljótt.

Hjalti stóð sig vel í föðurhlutverkinu

Sæi stóð sig vel í að brosa

Robbi stóð sig vel í að taka myndir

Jón líka

Óli S. kunni á gítar og það vel

Gauti stóð sig vel í drykkjunni

Þrándur gaf mér bjór og stóð sig líka vel í drykkjunni

Andri var líka þokkalega sáttur með Solomon Burke

Snorri var með góða nýtingu í að sjá bönd

Óttar var með flotta boli

Þossi stóð sig vel í íþróttunum

Finnur kann að vinna

Krista var VIP

Ylfu fannst gott að sofa

Valný var ákveðin

Stelpurnar sem voru í campinu ..voru í campinu okkar

...svona var campið okkar ..held að ég hafi ekki gleymt neinum ..eða jú örugglega.

Fór einu sinni að vatninu ..það var spiluð tónlist neðanvatnar (neðansjávar)

Hitti Ragga Trúbó og fór með honum á flakk á laugardeginum.

Ég var mjög latur þetta festival og hékk mikið í campinu og sötraði ..ég fór aldrei í Roskilde bæinn

ég seldi nokkrar boladruslur

var fyllri í köben fyrir og eftir hróa en á hróa

held þetta sé komið bara í bili jájá.

ég var ekki með myndavél en Krista tók myndir og mig langar svoldið í myndirnar sem hinir tók ..vonandi kemur eitthvað hérna á næstu dögum eða vikum eða mánuðum.

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Byrjum á tónlistinni. Svona lítur Topp 5 listinn út:

1. Solomon Burke
2. Band of Horses
3. MGMT
4. Radiohead
5. Neil Young

Solomon Burke var lang bestur! Þetta er spikfeitur svartur soul söngvari sem sat í konungsstól og lét bakraddasöngkonurnar þurrka á sér ennið með handklæði. Þær hjálpuðu honum líka úr vestinu. Hann á víst 21 barn og 89 barnabörn. Hann spilaði lengur en hann mátti þannig að kynnirinn þurfti að ganga á sviðið í miðju lagi og segja að tónleikarnir væru búnir. Svo hélt hann eitthvað áfram að tala en crowdið hætti ekki að klappa og hrópa fyrir Solomon að það heyrðist ekkert það sem kynnirinn var að segja. Ég hef aldrei á ævinni upplifað önnur eins fagnaðarlæti og ánægju með tónleika hjá áheyrendum enda ekkert skrítið því þessir tónleikar fara rakleiðis í topp 10 ever hjá mér. Einkunn: 10

Band of Horses voru á sama tíma og Mugison en ég valdi Band of Horses því það er auðveldara að sjá Mugison einhverntíman seinna. Ég átti ekki von á neinu hjá Band of Horses en spilagleðin og tilfinningaflæðið hjá hljómsveitinni og sérstaklega söngvaranum varð til þess að tónleikarnir voru frábærir. Hann meira að segja felldi tár eftir eitt lagið sem reynir víst mjög á hann. Það fór heldur ekkert á milli mála að hann virkilega fannst áheyrendur með þeim betri sem hann hefur spilað fyrir. Einkunn: 9

MGMT voru góðir og þeir áttu "Young Folks" móment hátíðarinnar þegar þeir tóku Time to Pretend þar sem áheyrendur sungu svo hátt hljómborðs laglínuna að það heyrðist ekkert í sjálfu hljómborðinu.

Radiohead voru góðir en ég var of aftarlega til að njóta þeirra í botn. Fannst þeir mun betri þegar ég sá þá eina og sér fyrir 5 árum. Einkunn: 7,5

Neil Young var líka góður en ég þekkti fá lög og ég var mjög líkamlega þreyttur þannig ég þurfti oft að sitjast niður en hápunktur tónleikana var síðasta lagið þar sem hann coveraði Bítlana með laginu A day in the life. Mjög sögulegt og ógleymanlegt enda lagði kallinn allt í sölurnar. Hann sleit alla strengi nema einn og notaði hann til að mynda hávaða. Einkunn: 7,5

Goldfrapp og Bonnie Prince Billy koma þarna stutt á eftir. Sá þessi bönd líka (en bara nokkur lög hjá mörgum): Teitur, Gnarls Barkley, Grinderman, The Streets, Mogwai, José González, My bloody valentine, The Raveonettes, The Chemical Brothers, The black seeds, Slayer, Sharon Jones & The DAP-Kings, Bob Hund.

Teitur var skelfilega lélegur það sem ég sá af honum. Ég batt miklar vonir við Sharon Jones en hún olli vonbrigðum. José González á ekki heima á tónlistarhátíum, ég heyrði lítið í honum. The Chemical Brothers voru mjög flottir, ég var bara of þreyttur og svo langt til hliðar til að njóta sjóvsins.

Í næstu færslu mun ég meira lýsa stemningunni í campinu, skandölum og fleira gotterí.

Vil þakka Durgunum og öðrum fyrir góða hátíð, ég náði ekki að kveðja alla áður en ég fór en hér fáið þið stórt ****knús****

miðvikudagur, júlí 09, 2008

kæri Haukur, nú er Hróinn búinn og hann var mjög skemmtilegur. Hann hefði jafnvel verið skemmtilegri ef þú hefðir verið með. Ég er enn í DK og ég er ekki í stuði til að skrifa frekar um hróa núna en um leið og ég kem heim til Íslands þá ætla ég að skrifa um hátíðina. Hlakka til að sjá þig,

kiss kiss,

gaui

This page is powered by Blogger. Isn't yours?