<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Byrjum á tónlistinni. Svona lítur Topp 5 listinn út:

1. Solomon Burke
2. Band of Horses
3. MGMT
4. Radiohead
5. Neil Young

Solomon Burke var lang bestur! Þetta er spikfeitur svartur soul söngvari sem sat í konungsstól og lét bakraddasöngkonurnar þurrka á sér ennið með handklæði. Þær hjálpuðu honum líka úr vestinu. Hann á víst 21 barn og 89 barnabörn. Hann spilaði lengur en hann mátti þannig að kynnirinn þurfti að ganga á sviðið í miðju lagi og segja að tónleikarnir væru búnir. Svo hélt hann eitthvað áfram að tala en crowdið hætti ekki að klappa og hrópa fyrir Solomon að það heyrðist ekkert það sem kynnirinn var að segja. Ég hef aldrei á ævinni upplifað önnur eins fagnaðarlæti og ánægju með tónleika hjá áheyrendum enda ekkert skrítið því þessir tónleikar fara rakleiðis í topp 10 ever hjá mér. Einkunn: 10

Band of Horses voru á sama tíma og Mugison en ég valdi Band of Horses því það er auðveldara að sjá Mugison einhverntíman seinna. Ég átti ekki von á neinu hjá Band of Horses en spilagleðin og tilfinningaflæðið hjá hljómsveitinni og sérstaklega söngvaranum varð til þess að tónleikarnir voru frábærir. Hann meira að segja felldi tár eftir eitt lagið sem reynir víst mjög á hann. Það fór heldur ekkert á milli mála að hann virkilega fannst áheyrendur með þeim betri sem hann hefur spilað fyrir. Einkunn: 9

MGMT voru góðir og þeir áttu "Young Folks" móment hátíðarinnar þegar þeir tóku Time to Pretend þar sem áheyrendur sungu svo hátt hljómborðs laglínuna að það heyrðist ekkert í sjálfu hljómborðinu.

Radiohead voru góðir en ég var of aftarlega til að njóta þeirra í botn. Fannst þeir mun betri þegar ég sá þá eina og sér fyrir 5 árum. Einkunn: 7,5

Neil Young var líka góður en ég þekkti fá lög og ég var mjög líkamlega þreyttur þannig ég þurfti oft að sitjast niður en hápunktur tónleikana var síðasta lagið þar sem hann coveraði Bítlana með laginu A day in the life. Mjög sögulegt og ógleymanlegt enda lagði kallinn allt í sölurnar. Hann sleit alla strengi nema einn og notaði hann til að mynda hávaða. Einkunn: 7,5

Goldfrapp og Bonnie Prince Billy koma þarna stutt á eftir. Sá þessi bönd líka (en bara nokkur lög hjá mörgum): Teitur, Gnarls Barkley, Grinderman, The Streets, Mogwai, José González, My bloody valentine, The Raveonettes, The Chemical Brothers, The black seeds, Slayer, Sharon Jones & The DAP-Kings, Bob Hund.

Teitur var skelfilega lélegur það sem ég sá af honum. Ég batt miklar vonir við Sharon Jones en hún olli vonbrigðum. José González á ekki heima á tónlistarhátíum, ég heyrði lítið í honum. The Chemical Brothers voru mjög flottir, ég var bara of þreyttur og svo langt til hliðar til að njóta sjóvsins.

Í næstu færslu mun ég meira lýsa stemningunni í campinu, skandölum og fleira gotterí.

Vil þakka Durgunum og öðrum fyrir góða hátíð, ég náði ekki að kveðja alla áður en ég fór en hér fáið þið stórt ****knús****

This page is powered by Blogger. Isn't yours?