<$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 11, 2008

undur og stórmerkilegheit gerðust ekki í dag heldur hinn: ég skipti yfir úr makka í pc! Reyndar er málið flóknara en svo ..svo flókið að niðurstaðan er að ég er afi minn. En í stuttu máli: ég á enn makka sem er reyndar svo lúinn að það er ekki hægt að kalla hana tölvu. Svo á ég borðtölvu sem er pc en um daginn keypti ég mér öfluga Dell fartölvu. Já svo sem ekkert meira frá því að segja ..ómerkilegt það!

En að merkilegri málum...

Völuspáin mín (já ég veit, ekki völva, fylgstu með ok) hefur að hluta til ræst nú þegar ...the bit on Völu Matt. Við sendum henni ostakörfu um hæl.

Sá Singapore Sling í gær. 7 af 10 þar á bæ ...of mikið reverb ..ég veit að þau selja sig sem reverb band en það verður of þreytt in the long run og lögin renna líka saman í eitt ..svo heyrðist ekkert í söngnum ..en fyrir utan það ágætis gigg.

Raggi trúbbó á afmæli í dag ..til hamingju með það ..ég er að fara í ammmli ..öruggla rokk þar á bæ.

og leitin hjá Bubba heldur áfram ..alltaf heitt á könnunni þar á bæ

er ekki enn allt í rugli í Hollywood? ..ekki allt með feldu þar á bæ

og er ekki hægt að gefa sér það að öll fyrirtæki séu í samráði ...púff Ísland ...eitthvað gruggugt þar á bæ

bæ bæ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?