<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, október 07, 2007

Það sem er búið að verað gerast undanfarna daga er þetta:

ég vann miða á Led Zeppelin tónleikana ...svo vann ég annan miða undir annari e-mail addressu þannig ég á 2 miða! Vill einhver koma með?

ef þið sjáið húfu á hólmanum á Tjörninni þá er það mín. Ég gleymdi henni þegar ég ákvað að synda þangað um daginn.

Ég og Bjarni Ármannson erum gamlir félagar frá því við vorum á saumanámskeiði í Mími og ég náði að sannfærann að flippa svoldið með nafnið REI og hafa skammstöfunina REIKJAVÍK (já ég veit að það er Y Reikjavík ..eða var það Reykjavík???). Við höfum ekki alveg pælt í hvað KJAVÍK getur merkt en núna hugsa ég upphátt...uuummm.....Kaupir Jú Af Viðskiptavinum Í Kaupþingi.

Fór backstage á Toto ...ég hitti To en ekki to.

neinei kannski pínu íkt allt saman en þetta hef ég þó verið að gera:

fór á frumsýninguna á Heima með Sigur Rós og hún fær fullt hús stiga! Mikið af landslagsmyndum af Íslandi (sem maður hefði haldið að maður væri búinn að fá leið á ein þeir gera þetta mjög cool). Það er líka mikið fylgst með áhorfendum og þeirra svipbrigðum og maður kynnist alveg upp á nýtt hvernig við virkilega erum. Semsagt mannlegt og listrænt meistaraverk ef ég má taka svo djúpt í árina. (ég hef örugglega aldrei notað orðatiltækið að taka djúpt í árina! mér finnst ég vera orðinn fullorðinn núna)

Ég er að farað hanna boli fyrir nokkrar hljómsveitir fyrir Airwaves ...þar á meðal Reykjavík!, Sprengjuhöllina og múm.

Ég á pantað flug til London 10. nóv ..fer þaðan til Berlínar ..þaðan til Köben og svo heim 23. nóv.

Fórum uppí sumarbústað Eirar og ég má sennilega ekki auglýsa þetta en það var svakalegur músagangur ..svo mikill að það var músaskítur út um öll gólf og við sáum meira að segja mús á miðju eldhúsgólfinu reyna að naga sig í gegnum poka!

Fór í bílabíóið um daginn sem því miður var flopp því hljóðið var alltaf á undan myndinni og þegar þeir loksins löguðu það þá tók það aftur framúr myndinni. Svo var þetta allt lagað þegar hálftími var eftir á myndinni. Myndin var líka of dökk þannig maður sá lítið. Cool staður og góð hugsjón engu að síður.

Fór á Lee Hazlewood tónleikana síðasta föstudag. 3 stjörnur af 5. Það var búið að hypa þetta svakalega en það var margt sem klikkaði. Það var of langt á milli atriða ..sérstaklega undir lokin. Svo áttu að vera leynigestir en þeir einhvernvegin fóru framhja mér ...var það kannski Ellý Vilhjálms? kommon gátuði ekki reddað Nancy Sinatra ..eða pabba hennar!? Svo átti að spila lagið sem Aminaa (eða er það aamina?) tók upp með Lee en mér var sagt að það hafi ekkert verið á disknum sem komið var með ...skiiitaaaaa! En það var margt gott ...Unun var frábær! mjög töff sánd og SIngapore Sling sömuleiðis og hápunkturinn að mínu mati var þeirra þegar þau tóku Sundown ásamt Ágústu Evu sem er ein besta söngkona landsins (já einmitt, þessi sem lék Sylvíu (Silvíu?) Nótt) ..the girl can sing! ...ég myndi borga alveg 600kr bara fyrir þessa upptöku hjá þeim. Páll Óskar stóð sig líka vel, Ólöf Arnalds (sem mér finnst besta söngkona landsins) stóð fyrir sínu en annars fannst mér restin vera svoldið karókílegir uppá sviði.

Ég sá svo smá af Motion Boys á Nasa en nenntiggi meir sökum þreytu.

Flestar setningarnar mínar byrja á orðinu "ég" ..mér finnst það svoldið ególegt. Ég ætti kannski að segja "þú ert þetta og hitt". Þú ættir að megra þig ...þú mátt ekki stela ....þú ert þinn eigin gæfu smiður ...þú getur orðið gullsmiður.

Jæja þetta er nú hin ágætasta færsla fyrir ykkur sem finnst ég blogga lítið. Hef fengið mikið af kvörtunum frá Japan því ég rukka fyrir lesningu síðurnar þar. Þeim finnst þeir ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. Mér finnst fólk á þessum síðustu og verstu tímum gleyma að gæði er ávalt betra en magn.

p.s. ég (sko gat ekki byrjað á setningu öðruvísi en "ég" ("p.s." ekki tekið með hér)) þarf að drífa mig því Yoko Ono vildi fá lánaðann gítarinn minn því hún ætlar að taka lagið þegar hún vígir friðarsúlurnar. Hún bað sérstaklega um Ibanez Gio og ég er víst sá eini á landinu sem á slíkan gítar ..amk var enginn annar sem svaraði henni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?