<$BlogRSDURL$>

mánudagur, október 15, 2007

Rétt áður en ég vaknaði í morgun þá dreymdi ég að ég væri í Kringlunni eða í einhverju molli og ég sá þúsundkall á miðju gólfi. Ég tók hann upp (and being the gentleman I am) þá spurði ég fólk í kring hvort það hefði misst hann. Enginn kannaðist við að hafa misst hann. Svo byrjaði ég að labba áleiðis (örugglega á leiðinni í Ríkið en látum það liggja á milli hluta) að ég sá mann vera að leita í vösum á buxunum sínum og jakkanum og að kíkja í kringum sig þannig ég spurði hann hvort hann hefði misst þúsundkallinn og það reyndist vera hann þannig ég lét hann hafann. Hann þakkaði fyrir sig gekk af stað og sagði mér eitthvað sem ég heyrði ekki (á maður ekki að heyra allt sem við mann er sagt í draumi?).

Þetta er þannig lagað ómerkilegur draumur og hvað þá frásögn á bloggi en ég fékk sterkt á tilfinningunni að það væri mikið hidden meaning í þessum draumi. Getið þið svarað því? Einhver af ykkur sem á draumaráðningabók?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?