<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Í gær fékk ég óvænt að vita að ég væri á leið á Bjarkar tónleikana frítt. Það eina sem ég þurfti að gera var að taka nokkrar myndir fyrir DV af nokkrum einstaklingum ...þar á meðal Páli Óskari sem var með fullan munninn af pizzu þegar ég tók myndina af honum. Nokkrar myndir rötuðu svo í DV í dag og þar á meðal þessi...



Annars voru tónleikarnir mjög góðir. Björk fór á kostum og brasssveitin (vá mikið af s-um i röð) stóð sig vel. Síðasta lagið var mjög spes, það var tileinkað Grænlandi og Færeyjum. Það minnti mig pínu á lagið hans Damons Albarns og Ghostdigital hér forðum daga þegar þeir sungu um álver á Hætta tónleikunum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?