sunnudagur, apríl 29, 2007
Nouvelle Vague
Komst óvænt á Nouvelle Vague síðasta föstudag með sama hætti og ég komst á Björk en ég náði ekki skemmtilegum myndum nema í "eftirpartýinu". Tónleikarnir voru fínir nema ég var of aftarlega til að byrja með og þar var of mikið skvaldur. Ég veit að mér hefði fundist þau frábær hefði ég verið klesstur upp við sviðið allan tímann.
Meðlimirnir voru mjög almennilegir og voru alveg til í að bregða á leik þegar ég tók myndir af þeim...
Komst óvænt á Nouvelle Vague síðasta föstudag með sama hætti og ég komst á Björk en ég náði ekki skemmtilegum myndum nema í "eftirpartýinu". Tónleikarnir voru fínir nema ég var of aftarlega til að byrja með og þar var of mikið skvaldur. Ég veit að mér hefði fundist þau frábær hefði ég verið klesstur upp við sviðið allan tímann.
Meðlimirnir voru mjög almennilegir og voru alveg til í að bregða á leik þegar ég tók myndir af þeim...
föstudagur, apríl 27, 2007
Ákvað að vera flippaður um daginn og leigja mér lítið verslunarhúsnæði á Skólavörðustíg. Ef þið vitið um einhverja sem eru að hanna föt eða arty lið að gera sniðuga hluti let me know.
sunnudagur, apríl 22, 2007
Kommentakerfið mitt er í fokki! Það er undantekning að maður nái að birta kommentið sem maður skrifar og ég veit að það eru margir (lesist nokkrir, því það eru ekki margir sem kommenta á þessa síðu) sem hafa átt í vandræðum með að kommenta. Því spyr ég:
Hvar get ég náð í frítt kommentakerfi sem virkar!??
Hvar get ég náð í frítt kommentakerfi sem virkar!??
föstudagur, apríl 20, 2007
Jáh margt búið að gerast undanfarna daga. Stórbruni í miðbænum, sumardagurinn fyrsti, ferming hjá Óla, Eurovisionpartý hjá Hauki ..ma ma ma ma ma maður bara skilur þetta ekki!
Ég tók nokkrar myndir af brunanum niðrí bæ. Tók nokkrar típískar sem ég birti kannski seinna en þessar hér eru kannski óhefðbundnari...
Ok hver panntaði sér pizzu!?? Komu þær hráar og voru eldbakaðar á staðnum??..
Ég tók nokkrar myndir af brunanum niðrí bæ. Tók nokkrar típískar sem ég birti kannski seinna en þessar hér eru kannski óhefðbundnari...
Ok hver panntaði sér pizzu!?? Komu þær hráar og voru eldbakaðar á staðnum??..
mánudagur, apríl 16, 2007
Fannar frændi kom í heimsókn...
Fannar finnst fátt betra en útivera. Hanna á alla diskana með Toto og hlakkar mikið til að sjá þá í sumar. Hann á líka mikið safn af pennum. Stelpur hann er á lausu!
Fannar finnst fátt betra en útivera. Hanna á alla diskana með Toto og hlakkar mikið til að sjá þá í sumar. Hann á líka mikið safn af pennum. Stelpur hann er á lausu!
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Í gær fékk ég óvænt að vita að ég væri á leið á Bjarkar tónleikana frítt. Það eina sem ég þurfti að gera var að taka nokkrar myndir fyrir DV af nokkrum einstaklingum ...þar á meðal Páli Óskari sem var með fullan munninn af pizzu þegar ég tók myndina af honum. Nokkrar myndir rötuðu svo í DV í dag og þar á meðal þessi...
Annars voru tónleikarnir mjög góðir. Björk fór á kostum og brasssveitin (vá mikið af s-um i röð) stóð sig vel. Síðasta lagið var mjög spes, það var tileinkað Grænlandi og Færeyjum. Það minnti mig pínu á lagið hans Damons Albarns og Ghostdigital hér forðum daga þegar þeir sungu um álver á Hætta tónleikunum.
Annars voru tónleikarnir mjög góðir. Björk fór á kostum og brasssveitin (vá mikið af s-um i röð) stóð sig vel. Síðasta lagið var mjög spes, það var tileinkað Grænlandi og Færeyjum. Það minnti mig pínu á lagið hans Damons Albarns og Ghostdigital hér forðum daga þegar þeir sungu um álver á Hætta tónleikunum.