<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 24, 2006

þriðjudagur: létt kojufyllerí með Stine og Liv
Miðvikudagur: keyrði þær útá flugvöll ..örugglega í 20. sinn sem ég keyri útá flugvöll á þessu ári.
Fimmtudagur: sund
Föstudagur: partý hjá Kriz og dansað á 11
Laugardagur: fyrirsögnin í Fréttablaðinu: Kakkalakkafaraldurshætta (sem er fallegasta orð sem ég hef séð, spurning að stofna hljómsveit með þessu nafni??). Svanhvít kom í óvænta heimsókn snemma um daginn þegar ég var horfandi á Ryder Cup með freyðivín og hún kláraðist örugglega og þar með náði ég að haldast marenaður fram eftir degi. Fór á Nasa og horft m.a. á vinkonu mína Lay Low og svo kærasta vinkonu minnar í Benny Crespo´s Gang spila ..takk Anna Lind fyrir að vera eina sem nennti með.
Sunnudagur: Horfði með Hauki á Ryder Cup ..Evrópa rústaði þessu!
Mánudagur (spá): Vakna við að Vala Flosadóttir og Sigmundur Ernir bjóða mér í óvissuferð. Þau fara með mig uppá Heklu þar sem við keyrum á vélsleða og svo um kvöldið borðum við hreindýrakjöt. Fleiri koma og joina okkur, þ.á.m. eigandi Thorvaldsen og sigurvegarinn í Ora keppninni (keppnin var haldin fyrr á þessu ári, maður átti að borða sem mest af Orabaunum og sigurvegarinn fékk utanlandsferð). Skemmtilegt var þegar Ora gaurinn tók body tequila á Völu Flosa.
Þriðjudagurinn (spá): Fæ hugljómun að ég geti komist að tilgangi lífsins með því að telja krónupeningana í kukkunni minni(sem er full af krónupeningum) og mínusa við fyrri niðurstöðu sem er 42. Krónupeningarnir reynast 237 ...237-42=195 Sem er örugglega ekki fjarri lagi því ef talan 195 er googluð þá kemur ýmislegt fróðlegt í ljós!

ó og Walrachen segir hæ...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?