<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 21, 2006

ég skellti mér í Sundhöllina í hádeginu. Það er svo ótrúlega spes að koma þangað inn ..rosalega góður staður fyrir hrollvekju. Gus Gus áttuðu sig á þessu og gerðu myndband þarna. Þegar maður er í sturtunni þá sér maður í gamalmennablokkina við hliðiná ..vá hvað Jóna og Jón gamli hljóta að skemmta sér vel með kíkinn! Ég ætlaði að synda en laugin var full af buslandi gamlingjum þannig ég fór í heitapottinn sem var eins og steikarapottur fullur af kjötbollum. Ég fór líka í gufuna en ég bara get ekki verið lengi í gufu, vantar allt gufuþol í mig ..kannski vantar allt malt í mig líka?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?