<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Svanhvít var svo sniðug að hafa óvissuferð fyrir Rossobossolosso gengið nema hvað að fáir mættu og þá var ákveðið að hringja í Ragga Powernap því hann er hress gaur. "Já auðvitað kem ég" sagði kappi og því vorum við 5 í ferðinni (ég, Anders, Raggi, Svanhvít og Helga) og það er gott gigg ..5 fræknu voru 5 sem og Jackson Five. Svanhvít fór með okkur fyrst á Draugasetrið á Stokkseyri og það var mjög spes ...gott spes. Ég varð að fá mér white russian á barnum því hann var svo sérstakur, svo var líka sæt stelpa að vinna þar ..það selur alltaf ..og rössjaninn var bara mjög góður.

Það voru tveir starfsmenn sem unnu við það að hræða fólk. Það faldi sig á bak við tjöld og stukku svo út þegar fólk labbaði fram hjá ..ég er mikið að pæla í að sækja um þetta starf ..atvinnuhræðari ..úje. Og setning ferðarinnar "AAAAARRRRRGGGGHHHH!, það má ekki taka myndir" kom einmitt frá einum þessara starfsmanna.


Vonandi koma fleiri myndir fljótlega.

Svo fórum við í sumarbústað í Öndverðarnesi og þar var mikið grín og mikið gaman.

Allur sunnudagurinn fór í það að tuða yfir því hvað við nenntum ekki að vaska upp og að sniðugast væri að fara bara á mánudagsmorgninum ..ég hefði alveg verið til í það.

Vonandi gerum við þetta aftur og þá vonandi mæta fleiri úr Rossobossolosso genginu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?