<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Þetta er orðið fáránlegt þetta mál í kringum birtingarnar á skopmyndum af Múhameð spámanni í fjölmiðlum í Danmörku, Noregi og Frakklandi. Það er eins og þetta fólk hafi ekkert betra að gera en að vera reitt. Þetta fólk kemst ekki í golf eða tennis, aldrei neitt skemmtilegt í sjónvarpinu (ef það hefur sjónvarp) þannig þegar það fréttir af einhverri teikningu í blaði út í rassgati þá flippar það út: "hey yes núna höfum við eitthvað að gera, búum til fána af þjóð sem við vitum ekkert hvar er og brennum hann!" Það er það sem mér finnst fyndnast í þessu, þau eru sjálf að búa til þessa fána. Tekur þau kannski 2 tíma og svo brenna þau hann ...amk hafa þau eitthvað fyrir stafni og listamannahæfileikarnir fá að njóta sín.

Annað sem er alveg ná tengt þessu ..eða svona 57% ..ég rakst á dagbók sem ég hélt þegar ég var á Hróarskeldu 1998 og þar kemur í ljós að ég sá Black Sabbath þar! ég hafði ekki hugmynd um það! Þegar ég var á Hróarskeldu í fyrra þá var ég alveg yessss ég fæ að sjá Black Sabbath, ég má ekki missa af því, alveg einstakt tækifæri, eitthvað sem ég mun muna eftir alla ævi! Vá hvað maður getur verið gleyminn. Kannski er ég búnn að sjá John Lennon????
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?