<$BlogRSDURL$>

mánudagur, janúar 09, 2006


Tónleikarnir í Höllinni síðasta laugardag voru brilliant! Eini downerinn er hve fá lög hver og einn tók ...þ.á.m. Sigur Rós og Damon Albarn með eitt lag hvor. Ég var að sjá Björk í fyrsta sinn live ..hún er svöl. Ég frétti svo daginn eftir frá fleiri en einum að Nick Cave hafi svo spilað í lokin en það var víst kjaftaði.

Skíturinn fær: Fréttablaðið fyrir að vera með á forsíðunni sinni 8. jan að Nick Cave hafi spilað (og komið mér þar af leiðandi í vont skap)

Hrósið fær: Deftones fyrir að covera með sóma lagið Please, Please Please með The Smiths. Deftones eru greinilega góðir í coveringum því þeir coveruðu Duran Duran lagið The Chauffeur afbragðs vel.

Aumingi mánaðarins er: Dabbi Grensás eða hvað fíflið heitir fyrir að berja Sveppa. Ahverju eru svona menn ekki í fangelsi???

Wowið fær: Íslendingar fyrir að vera orðnir 300.000

Shokkið fær: Hreimur fyrir að vinna í Byggt og Búið í Smáranum. Komst að þessu þegar ég fór með sendingu til hans í dag. Það hlýtur að vera ömurlegt að hanga þarna og þurfa að fá gelgjuhópa á hverjum degi inn í búðina bara til að bera hann augum. Hann virkaði þreyttur, er kominn tími á Hreim?

Hahaha-ið fær: ég fyrir að vera svona unglegur. Það var stelpa sem hélt að ég væri yngri en hún og ég hélt að ég væri eldri en hún þannig við lögðum bjór undir og ég vann ..needless to say þá bragðaðist þessi bjór ansi vel;)

Mamma og pabbi koma frá Kanarí á morgun og húsið er í rústi ..farinn að taka til ..kannski kominn tími til að ég fjarlægi kalkúninn úr steikarapottinum??
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?