fimmtudagur, janúar 26, 2006
Jens Lekman
Ég vil kynna ykkur fyrir Jens Lekman. Þetta er sænskur dúddi sem gaf út í fyrra Oh You´re So Silent Jens sem var hans fyrsta alvöru breiðskífa og komst hún á marga topplista yfir bestu plötur síðasta árs (þar á meðal minn lista sem er auðvitað virtasti listi í heimi). Annars veit ég voða lítið um gaurinn, fíla bara tónlistina og mér finnst textarnir skemmtilegir, bara best að gefa ykkur tvö lög til að hlusta á. Lögin eru mjög ólík hvoru öðru sem sýnir hversu fjölbreytt tónlistin hans er...
The Cold Swedish Winter
You Are The Light
Ég fór á Sirkus í gær og spjallaði þar einmitt við bassaleikarann fyrir Jens Lekman. Hún (já hún) er aðeins 22ja (já 22ja) og drullu sæt (já sæt) og (já og) bara hress stelpa. Mér finnst þetta svo lítill heimur eitthvað, hún bara venjuleg stelpa að spila á bassa fyrir einn af mínum uppáhalds artistum. Svo spilaði Raggi vinur minn líka með Jens back in the old days og þá var Jens á bassa. Mér finnst svo létt að linka sig við hina og þessa þekkta einstaklinga (amk þekkta í mínum augum) ..t.d. er Raggi Powernap kviðmágur Nick Cave ..svo þekki ég skoskan gaur sem er að farað hita upp fyrir Belle and Sebastian. Ég held að ef maður kíkir bara aðeins í kringum sig, opnar sig fyrir fólki, ferðast aðeins þá endar maður í návígi við uppáhalds stjörnurnar sínar ..og jafnvel endi uppi á sviði með þeim sharing Jack Daniels in a jolly good feeling ..það er amk algjörlega missionið mitt
gaui emils -on a mission
Ég vil kynna ykkur fyrir Jens Lekman. Þetta er sænskur dúddi sem gaf út í fyrra Oh You´re So Silent Jens sem var hans fyrsta alvöru breiðskífa og komst hún á marga topplista yfir bestu plötur síðasta árs (þar á meðal minn lista sem er auðvitað virtasti listi í heimi). Annars veit ég voða lítið um gaurinn, fíla bara tónlistina og mér finnst textarnir skemmtilegir, bara best að gefa ykkur tvö lög til að hlusta á. Lögin eru mjög ólík hvoru öðru sem sýnir hversu fjölbreytt tónlistin hans er...
The Cold Swedish Winter
You Are The Light
Ég fór á Sirkus í gær og spjallaði þar einmitt við bassaleikarann fyrir Jens Lekman. Hún (já hún) er aðeins 22ja (já 22ja) og drullu sæt (já sæt) og (já og) bara hress stelpa. Mér finnst þetta svo lítill heimur eitthvað, hún bara venjuleg stelpa að spila á bassa fyrir einn af mínum uppáhalds artistum. Svo spilaði Raggi vinur minn líka með Jens back in the old days og þá var Jens á bassa. Mér finnst svo létt að linka sig við hina og þessa þekkta einstaklinga (amk þekkta í mínum augum) ..t.d. er Raggi Powernap kviðmágur Nick Cave ..svo þekki ég skoskan gaur sem er að farað hita upp fyrir Belle and Sebastian. Ég held að ef maður kíkir bara aðeins í kringum sig, opnar sig fyrir fólki, ferðast aðeins þá endar maður í návígi við uppáhalds stjörnurnar sínar ..og jafnvel endi uppi á sviði með þeim sharing Jack Daniels in a jolly good feeling ..það er amk algjörlega missionið mitt
gaui emils -on a mission
Comments:
Skrifa ummæli