fimmtudagur, desember 22, 2005
Ég eignaðist fullt af nýjum vinum í Ryslinge Højskole og þar á meðal nokkra Íslendinga. Þær eiga sumar vonandi eftir að sjást í partýum og því um að gera að kynna þær hér og nú. Mikið af lýsingunum er einkahúmor en vonandi lifiði það af..
Ágústa a.k.a. fimmaurabrandarapjása er með jafn slæman (eða jafnvel verri) húmor og ég. Hættulegt er að borða þegar hún er nærri því hún á það til að pota fingrinum sínum í matinn.
Lára a.k.a. fótboltapjása. Ótrúlega góð í fótbolta og finnst gott að láta dónakalla nudda á sér bakið eftir leik.
Sunna a.k.a. æðstapjása hlakkar alltaf rosalega til. Strákastelpa og dúlla á að líta en innst inni er hún L-úði sem fílar T-eit ..og The Smiths!
Hildur og ég eigum sameiginlega vinkonu hana Hönnu Lilju, hún er danskari en daninn sjálfur.
Silla býr á Austurlandi, hún er ansi góð í að syngja og spila á gítar.
Aldís er frænka Sillu og býr einnig á Austurlandi. Hún er líka ansi góð að syngja.
Bryndís lætur sko ekki skólastjóra né aðra vaða yfir sig! Hún og Bergey eru góðar vinkonur og þær koma frá Reykjanesinu.
Bergey er þrusu góð í fótbolta og bara ótrúlega næs stelpa í alla staði. Hún er alltaf til í partý en daginn eftir finnst henni ekkert betra en vídjó, kók, pizza og nammi.
Guðbjörg á töfratæki sem inniheldur billjón gamanþætti og kvikmyndir. Tónlistarsmekkurinn hennar er jafn skrautlegur og persónuleikinn hennar.
Hér eru svo nokkrar myndir af fólki úr skólanum fyrir ykkur sem finnst gaman að skoða myndir af fólki sem þið þekkið ekki neitt
p.s. Gleðilegan lengjunardag
p.p.s. Í fréttablaðinu í dag var grein um Bob Dylan og í headernum á blaðsíðunni stóð 28. janúar 2005. Ég fékk pínu sjokk því ég hélt að ég hefði kannski misst af jólunum. Þetta var bara á þessum stað í blaðinu. Tilviljun að svona dularfullnun (er það orð?) skuli gerast á sömu blaðsíðu og mynd af Bob Dylan?? það er eitthvað við kauða, það á eitthvað stórt eftir að gerast...
Ágústa a.k.a. fimmaurabrandarapjása er með jafn slæman (eða jafnvel verri) húmor og ég. Hættulegt er að borða þegar hún er nærri því hún á það til að pota fingrinum sínum í matinn.
Lára a.k.a. fótboltapjása. Ótrúlega góð í fótbolta og finnst gott að láta dónakalla nudda á sér bakið eftir leik.
Sunna a.k.a. æðstapjása hlakkar alltaf rosalega til. Strákastelpa og dúlla á að líta en innst inni er hún L-úði sem fílar T-eit ..og The Smiths!
Hildur og ég eigum sameiginlega vinkonu hana Hönnu Lilju, hún er danskari en daninn sjálfur.
Silla býr á Austurlandi, hún er ansi góð í að syngja og spila á gítar.
Aldís er frænka Sillu og býr einnig á Austurlandi. Hún er líka ansi góð að syngja.
Bryndís lætur sko ekki skólastjóra né aðra vaða yfir sig! Hún og Bergey eru góðar vinkonur og þær koma frá Reykjanesinu.
Bergey er þrusu góð í fótbolta og bara ótrúlega næs stelpa í alla staði. Hún er alltaf til í partý en daginn eftir finnst henni ekkert betra en vídjó, kók, pizza og nammi.
Guðbjörg á töfratæki sem inniheldur billjón gamanþætti og kvikmyndir. Tónlistarsmekkurinn hennar er jafn skrautlegur og persónuleikinn hennar.
Hér eru svo nokkrar myndir af fólki úr skólanum fyrir ykkur sem finnst gaman að skoða myndir af fólki sem þið þekkið ekki neitt
p.s. Gleðilegan lengjunardag
p.p.s. Í fréttablaðinu í dag var grein um Bob Dylan og í headernum á blaðsíðunni stóð 28. janúar 2005. Ég fékk pínu sjokk því ég hélt að ég hefði kannski misst af jólunum. Þetta var bara á þessum stað í blaðinu. Tilviljun að svona dularfullnun (er það orð?) skuli gerast á sömu blaðsíðu og mynd af Bob Dylan?? það er eitthvað við kauða, það á eitthvað stórt eftir að gerast...
Comments:
Skrifa ummæli