<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, desember 20, 2005

þá er 3ja ára veru minni í Danmörku lokið. Þetta er búinn að vera frábær tími og ég á eftir að sakna DK mikið. Gamanið byrjaði með 2 árum í Kolding á Jótlandi þar sem ég útskrifaðist sem Margmiðlunarhönnuður. Árni Már og Kolla gerðu lífið léttara í þessum litla bæ ..jú og Marios pizza. Ég fór títt til Köben í þrusu partý hjá Hauki. Ég kynntist svo Björgu gellu og áttum við margar góðar stundir saman.

Svo tók við eitt ár í Köben með tilheyrandi drykkju og rugli (takk Haukur!). Ég man ég var einn mánuð í herbergi á Svanemöllen þar sem brundbréf Óðins voru enn undir rúminu og stelpan sem átti íbúðina var bizzí með kærastanum í næsta herbergi. Ég hefndi mín með því að gera flóder í klósettinu (sjá einhverja gamla færslu c.a. október í fyrra, nenni ekki að linka). Haukurinn og ég leigðum Gaukshreiðrið og þar var notalegt að vera. Ég var svo á Grönjordskolleginu í smá tíma þangað til ég fór til Íslands í þrjá mánuði og svo í Ryslinge Hojskole á Fjóni. Ég skipti oftar um addressur heldur en nærbuxur þótt ég hafi ekki alltaf búið á skráðri addressu (Raggaló, Dagný (takk:) )). Partýin á Túttustöðum voru öflug og í restina á dvölinni þá var Snorri öflugur í partýhaldi og ruglinbulli.
Íslandsmeistaratitlar voru spilaðir hægri vinstri sem og dauðaspaðar sem og hang out í Kongens have ..man sérstaklega eftir því þegar við fórum í farsímaleik. Ég á eftir að sakna hólsins míns, ódýra bjórsins, tónleikana, stengade, hundaskítsins, útibíós og ykkar allra sem ég hef kynnst í DK ...það tæki endalausan tíma að þylja allt upp og þakka hverjum og einum þannig þið bara fáið kæmpe stor tak´s nu!! takk fyrir mig!

Ég ætlað enda þetta með myndaklessu frá Köben. Ég á engar myndir frá Kolding því þær eru í gömlu tölvunni minni sem er í geymslu á Amager. Ég vona að ég gleymi engum í þessari syrpu ..if so ..þá hef ég ekki tekið mynd af þér eða þá ég hef gleymt þér en þú að sjálfsögðu fyrirgefur mér því þú veist hvað ég er gleyminn...



Þið Ryslinge pjásur fáið tribute/kynningu í næstu færslu.

Núna tekur við óákveðinn tími á Íslandi og það leggst bara vel í mig. Ég ætla sennilega að leigja á Snorrabrautinni og fá mér einn meðleigjanda ..kemur í ljós. Síminn minn as usual er 696 3913 ..sendið mér sms og segið mér hvað ég er mikið æði eins og Stjáni.

p.s. ég var klukkaður af Sigurrós um daginn ..ég birti það 24. Des ...jólagjöfin í ár for all the money and back to Greenland.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?