þriðjudagur, september 27, 2005
Hver hefði haldið..
jáh, stráksi emils fékk óvænta vinnu í vikunni. Inga Dóra reddaði mér þessu. Ég er sem sagt búinn að vera production manager (pælið í titli haha) í eina viku (endaði í gær) og þessi tími er búinn að vera vægast sagt skemmtilegur! Verkefnið var sjónvarpsauglýsing gegn vímuefnum með yfirskriftinni "ég ætla að bíða". Ég var settur í allt og ekkert ..t.d. þurfti ég að redda krökkum í prufur, fara í prufurnar og velja ásamt Helenu leikstjóra, bóka tökustað, fara með leikmyndina í prent, búa til ýmis eyðublöð, hafa samband við hina og þessa ..semsagt, eitthvað sem er ólíkt mínum fyrri störfum í álveri og á leikskóla! Tökurnar voru svo síðasta föstudag og gengu mjög vel. Auglýsingarnar verða birtar í sjónvarpi um miðjan október og svo verða strætisskýlin og strætóarnir með auglýsingabannera. Núna er hinsvegar lífið aftur orðið "normal" og því get ég bloggað meira en ég gerði ...but if that is a good thing I leave up to you.
Ég á eftir að lifa á þessu í nokkur ár:
Á föstudaginn eftir tökurnar var svo staffapartý ..eða meira "wrap party" eins og þeir segja, það var fun ..ókeypis bjór, það var fun ...Clint Eastwood var á meðal gesta ..það er lýgi
Á laugardaginn náði ég þó að skvísa inn upptökusessioni með Ragga sem ég kynntist á Hróarskeldu (ekki Ragga Powernap). Það eru einhverjar líkur á að það komi diskur með okkur út fyrir næstu Jól (ég skil vel að þið trúið ekki bullinu í mér (hvenær er gaurinn að segja satt og hvernær ekki!?!?!?)). Þetta munu bara vera mjög einföld og hrá kassagítarslög. Ég held að ég muni notast við nafnið Rúnar í þessu því lögin eiga að vera fyndin en margir verða ekki á þeirri skoðun þannig annað hvort verð ég að flýja til Vopnafjarðar eða flýja í miðnafnið mitt.
Svo styttist í lýðháskólann hjá mér! Fer út á mánudaginn!!
jáh, stráksi emils fékk óvænta vinnu í vikunni. Inga Dóra reddaði mér þessu. Ég er sem sagt búinn að vera production manager (pælið í titli haha) í eina viku (endaði í gær) og þessi tími er búinn að vera vægast sagt skemmtilegur! Verkefnið var sjónvarpsauglýsing gegn vímuefnum með yfirskriftinni "ég ætla að bíða". Ég var settur í allt og ekkert ..t.d. þurfti ég að redda krökkum í prufur, fara í prufurnar og velja ásamt Helenu leikstjóra, bóka tökustað, fara með leikmyndina í prent, búa til ýmis eyðublöð, hafa samband við hina og þessa ..semsagt, eitthvað sem er ólíkt mínum fyrri störfum í álveri og á leikskóla! Tökurnar voru svo síðasta föstudag og gengu mjög vel. Auglýsingarnar verða birtar í sjónvarpi um miðjan október og svo verða strætisskýlin og strætóarnir með auglýsingabannera. Núna er hinsvegar lífið aftur orðið "normal" og því get ég bloggað meira en ég gerði ...but if that is a good thing I leave up to you.
Ég á eftir að lifa á þessu í nokkur ár:
Á föstudaginn eftir tökurnar var svo staffapartý ..eða meira "wrap party" eins og þeir segja, það var fun ..ókeypis bjór, það var fun ...Clint Eastwood var á meðal gesta ..það er lýgi
Á laugardaginn náði ég þó að skvísa inn upptökusessioni með Ragga sem ég kynntist á Hróarskeldu (ekki Ragga Powernap). Það eru einhverjar líkur á að það komi diskur með okkur út fyrir næstu Jól (ég skil vel að þið trúið ekki bullinu í mér (hvenær er gaurinn að segja satt og hvernær ekki!?!?!?)). Þetta munu bara vera mjög einföld og hrá kassagítarslög. Ég held að ég muni notast við nafnið Rúnar í þessu því lögin eiga að vera fyndin en margir verða ekki á þeirri skoðun þannig annað hvort verð ég að flýja til Vopnafjarðar eða flýja í miðnafnið mitt.
Svo styttist í lýðháskólann hjá mér! Fer út á mánudaginn!!
Comments:
Skrifa ummæli