<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 01, 2005

Í gær var gerð tilraun til að búa til danskt djamm. Ég og Haukur hjálpuðum Theó systur minni að flytja og eftir það fengum við bjór að launum eins og siður er í Danmörku. Eftir 3 bjóra vorum við komnir í stuð þannig við ruddumst inná Önnu Lind og héldum áfram drykkju þar. Svo fór ég, Haukur, Snorri og Daði á Sirkus rétt fyrir lokun og þar var þrusu stuð. Ég held samt að allir local plebbarnir hafi gefið okkur hornauga but who cares.

Ég var að finna kassa með c.a. 150 geisladiskum sem ég hafði skilið eftir áður en ég hélt til Danmerkur fyrir 3 árum (vá hvað tíminn flýgur). Þetta eru diskar sem mér fannst ekki nógu góðir til að taka með. Ég er búinn að verað setja bestu lögin af hverjum disk inná tölvuna mína og fá í leiðinni þvílíkt flashback. Þetta eru diskar eins og:
Screaming Trees - 3 diskar (vá hvað var ég að spá)
Pottþétt 5 (eini Pottþétt diskurinn sem ég á)
Silverchair - Freak show
Oasis - (whats the story) morning glory
Bush - Razorblade suitcase
Pearl Jam - No code

og fullt fullt meira ..ég held samt að ég sé að farað selja flesta þessa diska ...ég held ég fái nú samt ekki mikið fyrir þetta ..einhver sem vill kaupa diska?
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?