<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 26, 2005

Þvílík ferð! Bratislava kom rosalega á óvart. Borgin er mjög hrein og full af kaffihúsum, veitingahúsum og börum og það kostar akkurat ekki neitt að borða og drekka þarna og nýttum við það mjög vel.

Það var glimrandi gott veður sem mætti mér og Hersteini þegar við lentum. Við hittum íslending (auðvitað) sem hafði verið í vélinni og við tókum leigubíl með honum uppá Hostel Patio, þaðan fór hann á sitt hótel og hann borgaði bílinn og við sáum hann svo ekki aftur fyrr en í fluginu til baka en við vorum ekkert að borga kauða enda kallinn starfsmaður hjá Sameinuðu Þjóðunum. Herbergið á Hostel Patio var bara eins frumstætt og hugsast getur með aðeins 2 rúmum og skápi en það var alveg nóg því við nýttum bara herbergið til að sofa.



Fyrsta kvöldið hittum við amerískar skvísur á hótelinu og fórum með þeim að borða og svo í ABBA myndatöku hjá gosbrunni. Þær fóru svo heim og við fórum þá á pöbbarölt en þeir barir sem við fórum á lokuðu jafn óðum þannig við löbbuðum uppað kastalanum og þar sáum við einkapartý þannig við fórum í kringum kastalann til að finna inngönguleið í partýið og það tók þvílíkan tíma því kastalinn er huuuge ..nema hvað öryggisvörður stoppaði okkur "privatsky partsky".

Á degi 2 fundum við Havana Club sem átti eftir að verða hangout pleisið okkar. Þar gat maður fengið rétt og rausnalega blandaðan White Russian á aðeins 290kr íslenskar. Um kvöldið hittum við einn frægasta leikara Tékklands, Bolek Polivka. Hann var blind fullur og tók vel í að tala við okkur. Ég fékk eiginhandaáritun sem hann skrifaði á fjórum fótum á stéttinni. Nokkuð ljóst að ég ætlað kynna mér einhverjar myndir sem þessi skrautlegi maður hefur leikið í.



Fimmtudagurinn var frekar rólegur, hangið á kaffihúsum og glápt á stelpurnar.

Við fórum til Vínar á föstudeginum. Borgin er stærri en ég bjóst við með mjög flottum byggingum. Við urðum reyndar mikið varir við eiturlyfjaneytendur ..einn var nærri því búinn að ganga fyrir bíl ..Hersteinn kallaði á íslensku "ertu geðveikur!" þegar kallinn æddi á götuna. Annar var á harða hlaupum undan öðrum gaur og hann rétt náði að sleppa frá honum með því að hoppa fram hjá sporvagni á ferð, munaði ekki miklu að hann yrði fyrir sporvagninum. Já svo fór ég á almenningsklósett og þar var par að malla krakk eða eitthvað álíka. Við fréttum af frírri tónlistarhátíð þannig við fórum þangað og þar var algjör Hróarskeldu stemning nema tónlistin var ekkert spes (enda mest allt Austurrísk bönd). Svo fórum við á snilldar írskan pöbb sem er pottþétt best geymda leyndarmál Vínar. Þar var snilldar tónlist og barþjónninn var mjög skemmtilegur bandaríkjamaður sem talaði við okkur heil lengi. Svo var farið uppí lest um morguninn og sofið á bekk í bæ sem er á landamærum Bratislava og Austurríkis þangað til skiptilestin kom.

Við sváfum til kl 17 á laugardeginum og vorum hálf vankaðir en vorum sæmilega hressir í bænum en fórum frekar snemma heim því við urðum að vakna snemma til að komast í flug. Þrátt fyrir það vaknaði ég hálf þunnur og ældi mína fyrstu og einu ælu í lofthelgi Slóvakíu eða Tékklands.

Og hérna koma ýmsir punktar:
Bærinn er ótrúlega hreinn og allt er mjög ódýrt (600kr fyrir góðan mat á klassa veitingahúsi með bjór!), stelpurnar virðast vera í miklum meirihluta og þær eru ótrúlega flottar þarna, veit ekki hvað er í vatninu þarna. Þær voru allar í mörgum klössum fyrir ofan mann þannig maður lét það ógert að tala við þær ..enda hefði maður verið bara drepinn af þeim eða kærustum þeirra. Reyndar ættu sumar aðeins að fylgjast með tískunni! Það var gott veður allan tímann, ég er kominn með bóndabrúnku dauðans! Eini mínusinn við bæinn er að þjónustulund þjónustufólksins er engin, ekki margir sem eru að nenna að brosa til túristana og vinna fyrir tipsinu sínu. Svo gerðust fullt af gullmolum en ég nenni ekki að skrifa þá því ég efast um að þið nennið að lesa meira.

Myndir eru líka komnar á myndasíðuna, check it out yo!

Hróarskelda á morgun, úff hvar endar þetta allt saman...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?