fimmtudagur, júní 09, 2005
Ég er búinn að vera veikur síðan á mánudag en loksins í dag er ég kominn úr 10 veikindastigum niður í 3. Hef sjaldan verið með jafn mikinn höðuverk og hita, var byrjaður að sjá jarðaförina mína fyrir mér, hver myndi koma að mér í herberginu, hver myndi fá alla diskana mína og svo framvegis.
Hundar
Hvað er málið með hunda? hvað eru þeir að hugsa? Ætli þeir fatti ekki alveg að bílar eru eitthvað sem maðurinn hefur fundið upp? Hundar vita sennilega að þetta er bara hlutir sem "lifna við" þegar við mannfólkið gerum eitthvað en það sem ég er að pæla í er hvort hundar fatti að maðurinn hafi hannað þetta allt saman ásamt húsum bátum og öllu því sem er í kringum okkur. Ef ég væri hundur og vissi af þessu öllu þá myndi ég reynað lærað kúka í klósettið svo húsbóndinn minn þyrfti ekki að burðast með plastpoka og taka upp gollann í hvert skipti sem ég dritaði á gangstéttina, ég hefði einfaldlega allt of mikla virðingu fyrir húsbóndanum. Þetta á ekki við um í Danmörku þar sem ekkert er sjálfsagðara en að lolla stórum golla beint á gangstéttina og láta hann eiga sig. Hey þá er ég kominn með aðra pælingu: afhverju ætti ekki að vera í lagi fyrir okkur mannfólkið að kúka á stéttina? Mér finnst við hafa miklu meiri rétt á því heldur en hundurinn. Hugsið ykkur ef lögga kemi að hundi og húsbónda hans og báðir eru kúkandi. Löggan segir við manninn "ég verð að handtaka þig fyrir þetta". Þá getur maðurinn sagt: "ég er skurðlæknir, ég bjarga mannslífum á hverjum einasta degi, ég borga mína skatta til samfélagsins, sem sagt þín laun og svo viltu handtaka mig en ekki heimska hundinn minn gerir ekkert annað en að gelta!". Lögreglumaðurinn getur akkurat ekkert sagt við þessu og kúkar þess í stað sjálfur á gangstéttina ásamt manninum og hundinum.
OK þið vitið að ég er búinn að vera með mikinn hita
Hundar
Hvað er málið með hunda? hvað eru þeir að hugsa? Ætli þeir fatti ekki alveg að bílar eru eitthvað sem maðurinn hefur fundið upp? Hundar vita sennilega að þetta er bara hlutir sem "lifna við" þegar við mannfólkið gerum eitthvað en það sem ég er að pæla í er hvort hundar fatti að maðurinn hafi hannað þetta allt saman ásamt húsum bátum og öllu því sem er í kringum okkur. Ef ég væri hundur og vissi af þessu öllu þá myndi ég reynað lærað kúka í klósettið svo húsbóndinn minn þyrfti ekki að burðast með plastpoka og taka upp gollann í hvert skipti sem ég dritaði á gangstéttina, ég hefði einfaldlega allt of mikla virðingu fyrir húsbóndanum. Þetta á ekki við um í Danmörku þar sem ekkert er sjálfsagðara en að lolla stórum golla beint á gangstéttina og láta hann eiga sig. Hey þá er ég kominn með aðra pælingu: afhverju ætti ekki að vera í lagi fyrir okkur mannfólkið að kúka á stéttina? Mér finnst við hafa miklu meiri rétt á því heldur en hundurinn. Hugsið ykkur ef lögga kemi að hundi og húsbónda hans og báðir eru kúkandi. Löggan segir við manninn "ég verð að handtaka þig fyrir þetta". Þá getur maðurinn sagt: "ég er skurðlæknir, ég bjarga mannslífum á hverjum einasta degi, ég borga mína skatta til samfélagsins, sem sagt þín laun og svo viltu handtaka mig en ekki heimska hundinn minn gerir ekkert annað en að gelta!". Lögreglumaðurinn getur akkurat ekkert sagt við þessu og kúkar þess í stað sjálfur á gangstéttina ásamt manninum og hundinum.
OK þið vitið að ég er búinn að vera með mikinn hita
Comments:
Skrifa ummæli