<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 05, 2005

Blaut helgi að baki og bakið í lagi og heilsan líka þrátt fyrir þrumur og eldingar. Síðasta fimmtudaginn (helgin byrjar þá, eða jafnvel fyrr, eiginlega bara á mánudeginum) fórum við nokkur á Underground en þar er einmitt frábært stuð á fimmtudögum. Ljúfar minningar þutu upp frá the old crew days þegar við dönsuðum uppá borðum við Tell Me eurovisionlagið, spiluðum drykkjuleiki og bara lavuðum almennt balade. En times they are a changing og núna er búið að taka Tell Me úr jukeboxinu, george og ringo eru líka long long gone ásamt íslandsmeistaraáskorunum en þrátt fyrir það var mikið stuð mikið grín og pínu gaman.

Föstudagurinn fór í tónlistarveislu á Stengade 30 þar sem indie tónlist var spiluð eins og það væri enginn morgundagur. En svo þegar við komum út þá var kominn morgun og nokkrar súrar myndir náðust (mun birta myndir fljótlega þannig tékkið á Mynda linkinum á klukkutíma fresti allt ykkar líf (líka æskilegt að drekka 2 mjólkurglös á dag alla ævi)).

Laugardagurinn fór í enn meiri drykkju og í þetta sinn upp í Lyngby þar sem Daði hélt uppá afmælið sitt (til hamingju skipper). Hann fagnaði svo vel að hann var búinn á því um kl 18, kom svo með comeback sem entist til 1 um nóttina. Svenni týndist og held ég að nazy-lesbian geimverur hefðu rænt honum en honum var svo skilað því enda átti kappinn afmæli þegar klukkan sló 12 og á hann sem sagt afmæli í dag! Ég, Geir og Svenni fórum svo niðrí bæ. Kvöldið (morguninn) endaði svo á léttri trommu og bassa æfingu á Öresundskolleginu, vöktum Snorra til að komast í æfingaherbergið, þar var ég svo drullu þreyttur að ég ég tók varla eftir því þegar Svenni kvaddi mig ...ég fékk mér þá bara blund á gólfinu í klukkutíma eða tvo.

Hér er svo afmælisbarnið á myndinni fyrir neðan ásamt mér. Ég birti þessa mynd því ég er bæði búinn að týna þessari grænu peysu og lopahúfunni! og auglýsi ég hér með eftir þessu ..reyndar var peysunni stolið á Moose og kebabstaður henti húfunni minni eftir að ég hafði gleymt henni hjá þeim (reyndar held ég að það hafi verið refsing að ofan fyrir að hafa ekki valið Divane heldur kebabstaðinn við hliðiná, ég vildi prófa hann þar sem ég labba alltaf fram hjá honum til að fara á Divane og needless to say þá mun ég aldrei fara þangað inn aftur ...Divane you have my heart again baby. Svo má geta þess að ég týndi annari peysu í gær!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?