<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 04, 2005



Snorri bauð mér á Blues Explosion (hét áður Jon Spencer Blues Explosion) og þetta voru bara magnaðir tónleikar. Miklu meiri kraftur en ég átti von á, þetta var eins og að vera kominn í litla rokkholu í New York '95 eða '85 eða bara núna '05 ..þetta var timeless, a parallel universe, cult. Ég þurfti því að fórna Liverpool - Chelsea sem var miður. Ég labbaði framhjá bar og sá að staðan var 1-0 fyrir Liverpool þannig þetta var öruggt, hafði alveg trú á að Liverpool vörnin næði að halda hreinu.

Svo er það aldreilis konfektmoli í kvöld. Ég er að fara á Kaiser Chiefs á Loppen í kvöld. Þetta eru Bretar og þeir eru að gera allt vitlaust þar á bæ en hérna í Danmörku er þeir nánast óþekktir því Danir hafa ekkert vit á tónlist og hafa aldrei gert. Kaiser Chiefs spila mjög svipaða og jafn grípandi tónlist og Franz Ferdinand og ég spái að Kaiser Chiefs nái þeim í frægð áður en langt um líður. lagið Oh My God er að fá spilun á MTV og á XFM en auðvitað eru þeir ekkert spilaðir hérna í Danmörku. Tékkið líka á lögunum You can have it all og I predict a riot. Það er orðið uppselt á þessa tónleika þannig aumingja þið hin bara. Þið sjáið þá bara á Store Vega þegar þeir koma aftur eftir 1-2 ár.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?