<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 18, 2005

Kominn tími til að blogga. Fólk ætlast til að maður bloggi reglulega. Magn umfram gæði? Britney Spiers umfram The Smiths? Pælingar eða dagbók? Fjölskylda eða vinir? bæði eða aðrir? Chicken or the egg? Þarf ég myndir til að magna upp ímyndunarafl lesandans eða eru orð gulls ígildi? Hver fann annars upp spurningamerkið? Spurningamerki er ekkert annað en afslappað upprópunarmerki sem meikar alveg sens því allt er svo tens (sens og tens ríma) þegar fólk notar upphrópunarmerki. Gaurinn í Staur auglýsingunni eignaðist son! Nei ég er ekki með lítil brjóst! svo mikil spenna sem myndast, allir á nálum, all happening. Kannski að klúbbur ætti að heita ! (upphrópunarmerki) ..eflaust heitir einhver klúbbur það, það er hljómsveit sem heitir !!! (upphrópunarmerki, upphrópunarmerki, upphrópunarmerki). Ég held að konur noti oftar upphrópunarmerki heldur en karlar, pælið aðeins í því ...meina ..pælið aðeins í því!!! Annars er upphrópunarmerki asnalegt orð, það er langt og fer illa með flestum mat. Það ætti að vera til einhver stytting á því ..ó er það til? já það er spennt upp spurningamerki (?) ..sjáið þetta: ?>! eins og góð klámmynd. Æ ég er búinn að kvelja ykkur nógu lengi, ég er farinn að sofa...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?