<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 10, 2005

Skjol.is

Ég hannaði þessa heimasíðu fyrir Skjól og hún er komin núna á netið. Ég fékk smá pointers frá Sigurrós. T.d. gat ég ekki búið til bannerinn því ég er ekki með Photoshop og það sem er enn fyndnara er að ég notaði ekki mús til að hanna síðuna heldur notaði ég bara snerti músina á fartölvunni (heitir það það ekki?) ..mús is for suckers. Þessi síða er ansi einföld, "simplicity is the key", vona að það eigi við núna líka.

Samfélagshugleiðing 4

Ég gleymdi að segja ykkur frá hugleiðingu þegar ég var búinn með atvinnuleysisnámskeiðsverkamannaskúrinn á þriðjudaginn. Maður sagði bless við liðið þegar maður labbaði út en svo gerðist það (því ég labba mjööög hratt) að ég var kominn fyrir aftan konu sem var líka á námskeiðinu. Hún labbaði mjööög hægt og því þurfti ég að taka ákvörðun. Átti ég að hanga fyrir aftan hana alla leið að lestasöðinni eða átti ég að labba framhjá henni. Og ef ég myndi labba framhjá henni ætti ég þá að segja aftur hæ?? mér finnst það asnalegt og reyndar líka að labba framhjá og segja ekki hæ og reyndar líka að labba fyrir aftan hana like driving miss Daisy. Þannig ég valdi þann asnalega kost að labba framhjá henni án þess að segja annað hæ ..diss me if you like ...svo lenti ég aftur fyrir aftan aðra kellingu og ég hugsaði þá why stop here og strunsaði framhjá henni án þess að segja skít.

Maaan Im cold and I walk fast!
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?