<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 03, 2005

hef voða lítið að segja..
..vil samt mynna fólk á að það má gjarnan fá lánað allt stuffið mitt í rúmt ár ..við erum að tala um stórt sjónvarp, rúm og annað góðgæti ..sjáið nánar 24. feb færsluna.

Annars er þetta í fréttum..
mikill snjór hérna, hef aldrei séð annað eins í Danmörku. Ég er að spá í nafninu Emblem á hljómsveitina (ykkar komment takk). Ég verð bara mánuð lengur í íbúðinni og herbergið hans Hauks stendur bara autt, hefur einhver áhuga á að leigja það á 1000dkr á mánuði? Duran Duran, Devandra Banhart og Joanna Newsom að bætast við Hróarskelduböndin ..líkur að ég mæti í ár: 92% (þótt bandlistinn sé enn mjög fátæklegur). Það er ekkert mál að gera lasagne eða baka pizzur. Er að pæla í að fiffa aðeins uppá lúkkið á þessari síðu bráðlega. Er að fara byrja í einhverjum námskeiðum "komdu þér í vinnu strákur" eitthvað dæmi, tekur einn og hálfan mánuð.

Ég er svo sjaldan með myndir á þessari síðu að ég ákvað færa ykkur þessa mynd af þessari kind:

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?