þriðjudagur, október 05, 2004
Vangedevej
Ég er loks fluttur með Hauki og íbúðin er bara brilliant, ég er mjög sáttur. Hún er reyndar svoldið langt í burtu, sjáið hér. Konan sem býr við hliðiná okkur er níræð kona og þegar hún dinglaði uppá hjá okkur þá gerði hún það eins og geðsjúklingur. Við héldum að einhver væri að gera at í okkur en þá var þetta hún ..ég man ekkert hvað hún heitir en hún verður kölluð DIng Dong það sem eftir er. Ég er búinn að fara ófáar ferðinar uppí IKEA til að kaupa hillur og stöff og ég á eftir að fara enn eina ferðina til að kaupa skáp. Ég mæli með IKEA, þó ekki vegna húsgagnana og því heldur vegna þess að þegar maður er búinn að borga þá blasir við manni pulsa og kók á 10kr og ís á 5kr og Maltíses á slikk.
Laugardagurinn
Geir var með innflutningspartý síðasta laugardag og það var bara þrusu stuð. Ég rölti með Hauki og Zhaveh í áttina að bænum en við vorum svo lengi að labba að við misstum af hinu liðinu. Sennilega var það mér að kenna því ég las á einni dyrabjöllunni sem ég fór framhjá nafnið "Summer". Það var ekkert eftir nafn ..bara "Summer" ..hversu svalt er það! þannig ég auðvitað dinglaði því annað hvort var þetta vændiskona eða skrifstofa hjá einhverri ferðaskrifstofunni ..en anyway, hún svaraði ekki:( Svo fórum við bara beint heim með strætó, meikuðum ekki bæinn, tókum rétta ákvörðun því við sofnuðum öll í strætóinum.
Tónleikamissir
Ég var of seinn að kaupa miða á The Magnetic Fields og ég er pínu sad yfir því, ég missti einnig af að kaupa miða á Nick Cave og það er bara að vona að ég gleymi ekki að kaupa miða á Interpol sem verða með tónleika í endaðan nóvember.
Annað
Það getur verið að það verði einhver bið að ég fái netið uppí nýju íbúð þannig það er ekki víst að maður nái að blogga að krafti en þá er bara að skoða öll hin bloggin, það er nú nóg til af þeim, tékkið t.d. á þessum bloggum sem ég er hérna að linka á, mörg þeirra (þið trúið þessu kannski ekki) eru mun betri en mitt blogg ef marka má Bloggtin sem gaf mér aðeins 2 stjörnur og Laddi sem gaf mér bara 2 hamborgara, franskar og stóra kók ..jú það er reyndar nokkuð gott.
Innflutningspartíið hjá mér og Hauki verður með öllum líkindum 29. október næstkomandi. Við ætlum að halda grímufatapartý því þetta er Halloween helgin, þeir sem mæta ekki í búing verður hent út med det samme! Allir á Íslandi velkomnir .. hér er sniðug síða fyrir ykkur.
---Rafmagnsgítarinn minn er Ibanez---
Ég er loks fluttur með Hauki og íbúðin er bara brilliant, ég er mjög sáttur. Hún er reyndar svoldið langt í burtu, sjáið hér. Konan sem býr við hliðiná okkur er níræð kona og þegar hún dinglaði uppá hjá okkur þá gerði hún það eins og geðsjúklingur. Við héldum að einhver væri að gera at í okkur en þá var þetta hún ..ég man ekkert hvað hún heitir en hún verður kölluð DIng Dong það sem eftir er. Ég er búinn að fara ófáar ferðinar uppí IKEA til að kaupa hillur og stöff og ég á eftir að fara enn eina ferðina til að kaupa skáp. Ég mæli með IKEA, þó ekki vegna húsgagnana og því heldur vegna þess að þegar maður er búinn að borga þá blasir við manni pulsa og kók á 10kr og ís á 5kr og Maltíses á slikk.
Laugardagurinn
Geir var með innflutningspartý síðasta laugardag og það var bara þrusu stuð. Ég rölti með Hauki og Zhaveh í áttina að bænum en við vorum svo lengi að labba að við misstum af hinu liðinu. Sennilega var það mér að kenna því ég las á einni dyrabjöllunni sem ég fór framhjá nafnið "Summer". Það var ekkert eftir nafn ..bara "Summer" ..hversu svalt er það! þannig ég auðvitað dinglaði því annað hvort var þetta vændiskona eða skrifstofa hjá einhverri ferðaskrifstofunni ..en anyway, hún svaraði ekki:( Svo fórum við bara beint heim með strætó, meikuðum ekki bæinn, tókum rétta ákvörðun því við sofnuðum öll í strætóinum.
Tónleikamissir
Ég var of seinn að kaupa miða á The Magnetic Fields og ég er pínu sad yfir því, ég missti einnig af að kaupa miða á Nick Cave og það er bara að vona að ég gleymi ekki að kaupa miða á Interpol sem verða með tónleika í endaðan nóvember.
Annað
Það getur verið að það verði einhver bið að ég fái netið uppí nýju íbúð þannig það er ekki víst að maður nái að blogga að krafti en þá er bara að skoða öll hin bloggin, það er nú nóg til af þeim, tékkið t.d. á þessum bloggum sem ég er hérna að linka á, mörg þeirra (þið trúið þessu kannski ekki) eru mun betri en mitt blogg ef marka má Bloggtin sem gaf mér aðeins 2 stjörnur og Laddi sem gaf mér bara 2 hamborgara, franskar og stóra kók ..jú það er reyndar nokkuð gott.
Innflutningspartíið hjá mér og Hauki verður með öllum líkindum 29. október næstkomandi. Við ætlum að halda grímufatapartý því þetta er Halloween helgin, þeir sem mæta ekki í búing verður hent út med det samme! Allir á Íslandi velkomnir .. hér er sniðug síða fyrir ykkur.
---Rafmagnsgítarinn minn er Ibanez---
Comments:
Skrifa ummæli