<$BlogRSDURL$>

mánudagur, október 11, 2004

Akkurat núna er gömul kona að þrýfa gluggana sína í blokkinni á móti. Mér finnst góðar líkur að hún geri þetta á hverjum degi því það er ekki eins og að börnin né barnabörn hennar séu á leiðinni í heimsókn ..til hvers að hafa þá hreint í kring um sig? Jú henni líður eflaust betur en þetta er aðallega til að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég ætti kannski að kynna henni fyrir undraheimi internetsins. Hún getur komist í samband við mann á hennar aldri þá verður hún ekki ein meir. Úff, hún stendur núna oná gluggasillunni, það eru alveg líkur að hún detti út, myndi ég hjálpa henni I wonder? Jæja hún er kominn niður, hjúkket ..en samt, afhverju ætti mér ekki að vera saman, það eina sem þessi kona hefur gert mér er að taka frá mér tíma, ég er að blogga um hana á meðan ég gæti verið að þrýfa gluggana hjá mér. Án djóks þá eru gluggarnir mínir ógeð en það virðist ekki vera ofarlega á forgangslistanum hjá mér að gera eitthvað í því. Haldiði að ég gæti platað þá gömlu í að þrýfa gluggana mína? Hvað myndi hún rukka fyrir það? Kannski ekki krónu og ég fengi skúffuköku sem hún er búin að eiga síðan þöglu myndirnar voru uppá sitt besta. Ég held að hún sé með fullkomnunaráráttu, hún er enn að þrýfa gluggana, hún er kannski búin að vera þarna í 3 tíma en kannski er hún bara búin að vera hérna síðan ég settist fyrir framan tölvuna sem var bara rétt áðan. Kannski ég sé meira klikk en hún? Kannski.

Kannski ég láti þetta bara vera mánudagsljóðið. Ég er kominn með pínu leið á því, nenni stundum ekki að koma upp með neitt. Ég fékk þá hugmynd að semja frekar lag á c.a. tveggja vikna fresti og setja inná síðuna. Það er sennilega ekki hægt á svona bloggsíðu þannig þá verður maður bara að fá sér sína eigin síðu ..það er í vinnslu. Var aðeins að leika mér í tónlistarforriti sem heitir GarageBand og það er mjög kúl forrit fyrir byrjendur og þá sem vilja búa til lög á einfaldan hátt ..það eru nefnilega til fullt af trommu og hljómborðssömplum þannig að búa til eitt lítið silly lag er leikur einn.

---ég sýndi einu sinni dans á Hótel Íslandi---
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?