<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Kominn til DK
og auðvitað fór maður beint í bjórinn á fimmtudeginum. Föstudagurinn fór svo aftur í drykkju. Fórum snemma á Islandsbrygge og lágum þar eins og skötur í steikjandi sól í kringum berbrjósta stelpur;) Svo var aftur farið á Islandsbrygge um kvöldið og sötraður bjór og svo var það bærinn. Laugardagur: same shit, geeðveikur hiti og sól enn og aftur og núna var það Kongens Have frá kl 17-22. Fundum uppá fullt af skemmtilegum leikjum, þar á meðal Kommanum, aka Dauðateningurinn, aka eitthvað meira, man ekki. Svo var það Underground og eftir hann fórum við á Bar Blues og þar hafði trúbador ný lokið sér af þannig ég notaði tækifærið og spilaði Where is my mind með aðstoð Önnu Lindar, svo tók ég frumsamið lag sem heitir Elsket og Savnet (eða er það skrifað elsked og savned?) og ég var búinn að gleyma mínu eigin lagi þannig fólk fór að týnast út en svo gat ég það á endanum en þá voru allir farnir nema við rugludallarnir. Í kvöld er það útibíó, Bad Boys II og gaman væri að fara á Kill Bill vol 1 í útibíó á morgun ..útibíó eru bara cool!

Stevens Returns
ég hitti Stevens á Hatten á fimmtudaginn!! Fyrir þá sem ekki vita þá er Stevens gaurinn sem hellti á mig vatni og hótaði mér með hnífi fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég held að hann hafi ekki þekkt mig en ég þekkti sko hann. Var reyndar 95% viss þannig ég lét Hanne fara í málið og í ljós kom að þetta var skaðræðis Stevens. Einhvern vegin náði Hanne að draga okkur í borðfótbolta með honum og ég var í sama liði og hann!!! en svo var ég og Haukur á móti honum og einhverjum gaur og allt var jafnt þegar einn bolti var eftir ..it had come down to this ..there was no turning back ..the folks were freaking ..you could hear the needle break and the ice fall ..two guys and a girl and a pizzaplace ...the ball fell on the table like a fat man taking a dive ..like an old man trying to get it up ..like a virgin. We shot, oohhhh so close ..they shot ..oooohh even closer ..but then ..in a distant place ..where no demons shine and they dont have any wine ..the third plastic midfielder on the right took an impossible shot and it went into the net like a speeding bullet ..like a some guys mullet ..like a virgin ...the goal was ours ..the glory was ours ..we selebrated for hours ..even better than Bill Clinton´s golden showers. Gudjon 1, Stevens 0
uuughhh, og tilhugsunin að ég heilsaði honum með handabandi líka...

TIl hamingju með afmælið!
Pétur Óskar vinur minn á afmæli í dag, þetta er vægast sagt stórafmæli því drengurinn er 25 ára! Hann tekur á móti gestum á Skippernum milli kl 20 og 21 í kvöld. "Enga mjúka pakka" sagði hann og okkur ber að virða það. It looks like you made it to the end:)

Tilbúna bandið
ég hef fengið símhringingar á nóttuni (nóttini? nóttinni? nóttunni? jónas?) þess efnis að tilbúna bandið sé í miklu uppáhaldi hjá lesendum, sérstaklega á ég marga aðdáendur í Seattle ..kannski þessvegna sem ég fæ hringingar á nótuni (nóttini? nótinni? nótunni? jónas?). Tilbúna bandið að þessu sinni er Bandarískt band sem á marga aðdáendur í Frakklandi. The Far Away Dogs spila skemmtilega blöndu af dans tónilst og rokki, það skemmtilega við þetta band er að feðgarnir Corry og Jack spila saman í bandinu, Corry á bassa og Jack syngur.

Líkurnar
að ég muni eftir mánudagsljóðinu á morgun:
71%
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?