<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

ég gleymi alltaf mánudagsljóðinu en man alltaf eftir því daginn eftir. Hér kemur það, eldað á staðnum:

krakkar að leik á staðnum sem við lágum á
einn þeirra líkist þér nema hún er rauðhærð
manstu þegar ég strauk hönd minni í gegn um hárið þitt
á meðan hin lá í köldu vatninu
já það var nú gaman að liggja á bryggjunni haaaa
en ég man þegar þú komst allt í einu baaaaa
og þá missti ég áhugann á þér

Já vá Verslunarmannahelgin, hvernig var hún? Hún var góð
Hápunkturinn var Stella Cup golfmótið sem mér gekk bara nokkuð vel í miðað við æfingaleysi og bjórdrykkju, lágpunktur helgarinn var að vera inná Rex í smá tíma ..þar fór orðsporið mitt.

Yes yes yo, bara Danmörk framundan með tilheyrandi drykkju og rugli en inn á milli ætla ég að gera eitthvað uppbyggilegt eins og að sækja um vinnu, tónlistast og eitthvað annað sniðugt ..en drykkjan gengur auðvitað fyrir ..döööh!

Oft dettur maður í þunglyndi eftir Verslunarmannahelgi því maður þarf að mæta aftur í vinnu og dimman læðist nær eins og Hilmir Snær ..hvað er þá til bragðs að taka? Jú, ég er maður með góð ráð ..líka oft verið kallaður Martha Stewart Íslands, og Leonard Cohen Reykjavíkur. Anywayanowich...hérna kemur listi yfir hluti sem þið getið gert svo þið losnið við þunglyndið:
1. farið í bað með kertaljós, reykelsi og Celine Dion á fóninum
2. farið í Tiger Woods 2004 golfleikinn
3. farið í sund með hund á Grund
4. farið í Perluna og fengið ykkur ís með mangóbragði
5. farið ..já bara farið

tilbúna band dagsins: Timeless Eternity ..ambient, electro frá UK, tveir gaurar, Patric og James, gáfu meðal annars út plötuna Times like these changes the time
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?