<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

ég er bara búinn að vera svo upptekinn við að drekka bjór, liggja í sólbaði og fara í útibíó að ég steingleymi alltaf þessu mánudagsljóði. Reyndar mundi ég eftir því snemma á mánudagsmorgun en ég nennti ekki að blogga þá. Ljóðið:
Þú liggur á teppi ekki langt frá
við horfumst í augu í dágóða stund
ég færi mig nær til að þig sjá
það kemur í ljós að ég horfi á hund

Í gær sá ég Monsters (eða Monster ..dunno) í útibíói, ágætis mynd alveg ..based on a true story and everything! Fyndið hvað sannar sögur laðar fólk að. Ég ætti kannski að mynda þegar ég fór einu sinni í Fakta og fór svo aftur heim og kveikti á sjónvarpinu ..true story. Í dag er það sennilega Bakken, hef aldrei farið þangað þannig það ætti að vera gaman ..svo er líka veðrið til þess fólk haaaaa. Ég, Haukur og Zhaveh lágum seint í gærkvöldi og reyndum að sjá stjörnuhröp, Jörðin er víst nálægt einhverju eða eitthvað svoleiðis ...man ekki ..anyway ..sá ekkert stjörnuhrap en Haukur sá 2 ..ætti hann þá að fá 2 kassa af bjór? Talandi um bjór, ég er búinn að drekka bjór á hverjum degi síðan ég kom frá Íslandi og það mikið af honum, er möguleiki að ég nái að "stay celan" í dag?? "JUST SAY NO" sagði heillin ..réttara sagt Barbara Bush á sínum tíma og það virkaði ágætlega en ekki til lengri tíma litið og sömu sögu má segja um bjórdrykkjuna, ég er ekkert að farað hætta þeirri iðju þótt þeir loki Hampiðjunni.

Tilbúna band dagsins: The Casual Bartender ..trúbador frá Bandaríkjunum ..er enn að ströggla í litlum heimabæ sínum ..I wonder why!
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?