<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 11, 2011

jæææææææææææja ok hvað hefur gerst...

Sin Fan og Sóley tónleikar daginn eftir að ég kom. Sá líka Zola Jesus.

Fljótlega eftir að ég kom fékk ég heiftarlegan verk í hægri úlnlið sem reyndist vera sinaskeiðabólga en ég er ekki lengur viss því ég er enn með þennan verk 2 mánuðum síðar.

Þar sem ég er ekki með sjúkratryggingu hér (mjög dýr) og ekki með á Íslandi (þar sem ég er skráður hér í Þýskalandi) þá leitaði ég til stofnunar sem veitir fría læknishjálp. Þessi þjónusta er aðallega ætluð heimilislausum en á þessum nýju tímum einnig fyri Íslendinga. Ég fékk töflur og spelku en eftir 3 vikur fór ég aftur til þeirra. Þau sendu mig í röntgen (frítt) og þar kom ekkert slæmt í ljós. Loks var tekin blóðprufa og þau ætluðu að hringja ef eitthvað athugavert kæmi í ljós ..þau hringdu aldrei. Svo fyrir viku var mér byrjað að líða betur en fyrir 3 dögum er þetta komið aftur. Kannski er þetta orðið krónískt.

Ég hef því ekkert getað spilað á gítar og þar með hafa engar æfingar verið hjá stórsveit Gauja.

Ég fékk herbergi í Mehringdamm, beint fyrir ofan frægasta curry wrust stað Berlínar, Curry 36 og 20 metra frá frægasta kebabstað Berlínar, Mustafas. Meðleigendurnir eru fínir.

Fór á mjög góða Twin Sister tónleika ..mæli með þeim.

Búslóðin mín kom loksins fyrir 2 vikum ..skipið hjá Samskip bilaði.

Sá Bon Iver 1. nóv. 9 manns á sviðinu gerðu þessi kósí lög hans hávær og stadium-leg ..fínt gigg svo sem en hann er orðinn of stór.

Fór til Parísar með Vilju. Sáum Bonnie Prince Billy og hann var góður. Þetta var fyrsta skiptið mitt í París og ég fíla borgina en maður þarf að eiga haug af pening til að vera þarna. Sá allt helsta túristastöffið eins og Effel turninn. Gistum hjá couchsurfing pari sem voru nice ..Max og Ofilie (pottþétt vitlaust skrifað).

Hey svo er Stephen Malkmus að farað flytja til Berlínar ..magnað að geta heilsað honum í local kjörbúðinni. Ég og Snorri munum sjá tónleika með honum eftir rúma viku.

Ég er loksins kominn með etsy.com og facebook síðu fyrir nýja merkið mitt Pilvet. Þetta eru samt sömu lummurnar úr Fígúru en vonandi á ég eftir að koma með ný prent fljótlega á næsta ári.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?