<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Ágúst

Um verslunarmannahelgina fór ég á Stella Cup eins og venjulega og í þetta sinn var hún í Mosó. Veðrið var geðveikt og ég lenti í holli með Íslandsmeistaranum frá því nokkrum dögum fyrr honum Kristjáni ..ekki slæmt það! og ekki skemmdi fyrir að lenda líka með gömlu GR kempunum Kidda Árna og Torfa Steini. Það var frábært að spila aftur í Mosó eftir 12 ára bið. Völlurinn hafði breyst þó nokkuð. Ég spilaði ágætlega sem er reyndar ekki töff því það benti til þess að ég hafi ekki verið nógu fullur. Svo var borðað uppí skálanum, farið svo í keilu og svo í bæinn. Ein besta Stellan sem ég hef upplifað.

Systir mín var á landinu ásamt fjölskyldu og náði ég að kíkja út með henni einu sinni.

Svanhvít kíkti líka og hún missti sig á myndavélinni. Snorri kom líka til landsins og er hér enn.

Ég er byrjaður að vinna í búðinni á fullu og er bara bissí í því.

Er sokkinn aftur í Arested Development og þeir verða bara betri!

Lítið annað sem hefur gerst svo sem.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?