<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

ó mæ god æ kant belíf it æv never been this far avei from blogg!

miiiiikið búið að gerast síðan síðast! Það helsta er að systur mínar Gugga og Theó eignuðust hvor um sig (annað væri krípí) litla stráka með aðeins dags millibili! Til hamingju þær og til hamingju ég!

Svo er það líka að frétta að ég skellti mér til Berlínar og Köben. Ég átt reyndar að fara fyrst til London 10. Nóv. en ég missti af vélinni! Hélt sko að hún færi 7:40 en ekki 7:15 (en það munar nú ekkert svo miklu á þeim tímum, varstu ekki kominn vel fyrir flugið hvort sem er gæti einhver spurt) en ég var mjög seinn fyrir ímyndaða 7:40 flugið mitt þannig þetta var hopeless case.

Það hefði kostað mig 23 þúsund að fara daginn eftir þannig ég fór frekar beint til Berlin á mánudeginum fyrir 12 þúsund og þar með missti ég af London ævintýri með Jóni sem hafði planað ýmislegt með mér ..þ.á.m. school slut night!

Í Berlin gisti ég 8 nætur hjá 5 mismunandi manneskjum sem ég þekkti ekkert áður. Ég notaði www.couchsurfing.com sem er alveg meiriháttar síða. Maður kynnist nýju fólki, þeirra menningu, stöðum sem maður les ekki um í túristabókum og svo er þetta algjörlega frítt! Það eina sem ég gerði allan liðlangan daginn var að versla fyrir Fígúru. Eftir ferðina finnst mér ég vera miklu meiri kona en ég var ...kannski úr 34% í 47% ..þegar það fer yfir 50% þá breyti ég um kyn!

Ég veiktist í enda Berlínarferðarinnar og var því lasinn alla Köbenferðina. Ég fór ásamt Snorra á Danmörk - Ísland og það var auðvitað hell að sjá Íslenska liðið spila svona en þetta var ákveðið oplevelse auðvitað. Ég lá svo fastur í rúminu það sem eftir var ferðar.

Nú er ég á Íslandi semi veikur og þarf að gera fáránlega mikið fyrir jólin!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?