<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 24, 2009

Ég djammaði síðasta laugardag á Hörhúskolleginu hjá Helenu. Þetta var sama partý og fyrir rúmum 4 árum þar sem ég og Snorri enduðum í partýtjaldinu kl 6 um morguninn og fengum okkur matarleifar, ég kveikti í viskustykki og fleira rugl eins og má lesa um í gamalli færslu líklegast vor 2005. Partýið var hressandi og gaman að sjá Helenu aftur og Liv úr Ryslinge lýðháskólanum.

Daginn eftir keyrðum við Svanhvít í Hvidövre í gamla lýðháskólann hennar.

Daginn eftir, mánudaginn 21. lagði ég svo af stað til Gautaborgar nema hvað að dekkið á bílnum sprakk á miðri Öresundsbrúnni af öllum stöðum! (brúin á milli Danmerkur og Svíþjóðar.) Ég fór því í vegarkantinn og þurfti að farað skipta um dekk með bíla brunandi hársbreidd fram hjá mér á 100km hraða. Fyrst þurfti ég að púsla saman ryðgaða tjakkinum því hann var í tveimur bútum og leit furðulega út. Það tókst og þá hóf ég að tjakkann upp og skellti kripplingsdekki undir bílinn. Mér leið ekkert allt of vel að sjá bílana bruna svona nálægt fram hjá mér ..rútur, trukka, húsbíla og aðra auðvelt-að-rekast-í-mig bíla. En þetta tókst og það fyrsta sem ég gerði var að fara á verkstæði með bílinn og láta laga dekkið auk þess að setja tvö önnur dekk undir bílinn því hin voru nánast ónýt. Myndir koma fljótlega.

Ég ætlaði svo aldrei að rata í Gautaborg því borgin er ein sú flóknasta sem ég hef komið í. Ég hitti loksins couchsurferinn (CS) minn og hann eldaði fyrir mig og svo fórum við á jazzklúbb.

22. sept: Labbaði um miðbæinn og nú þekki ég hann eins og lögin með Sigur Rós. Var hjá öðrum CS og við fórum á Skaal í einn bjór.

23. sept: Brunaði til Osló og fór á tónleika með Pow Pow og Efterklang ..bara nokkuð góðir tónleikar en sorglega fáir sem sóttu þá.

Og núna er ég staddur í Tromsö. Ótrúlega fallegt hér og greinilegt að veturinn nálgast.

miðvikudagur, september 16, 2009

Ferðalagið mitt til Skandinavíu er hafið. Bíllinn rétt dreif uppúr Göngunum enda troðfullur af dóti! Ég var svo tekinn af Blönduóslöggunni (classic) og fékk himin háa sekt. Er núna hjá Árna Má og Kollu á Akureyri og legg af stað til Seyðisfjarðar á morgun (eða í dag má segja) þar sem ég tek Norrænu um kvöldið.

fimmtudagur, september 10, 2009

Ég er veikur. Kemur á slæmum tíma því ég er á leiðinni út 16. sept. og Ölympics og afmæli Péturs eru því í hættu.

En góðu fréttirnar eru að í morgun sá ég að Hope Sandoval ástkona mín úr Mazzy Star verður með tónleika í Brussel 7. nóvember og Kings of Convenience (sem ég fer reyndar á í Köben) verða með tónleika á sama stað 9. nóvember. Brussel er ekki langt frá Tilburg, bænum sem ég verð í í Hollandi í nóvember. Grizzly Bear + St. Vincent verða með tónleika í borginni 8. nóv. en ég held að það sé full mikið að splæsa í þá líka.

mánudagur, september 07, 2009

what can´t make me stronger will only kill me

föstudagur, september 04, 2009

ferðamaður keypti hjá mér bol á 1650kr og borgaði með 20 evru seðli. Hann fékk 2000kr íslenskar til baka. Fyrir 2 árum hefði það jafngilt því að fá þessar 2000kr á góðu gengi og frían bol í kaupbæti.

hversu lengi ætli við eigum eftir að svekkja okkur á þessu?

ég mun amk gera það í langan tíma.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?