<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, janúar 30, 2008

gleymdi að segja ykkur frá því að ég var DJ á Organ síðasta miðvikudag ..en þetta var mjög simple, var bara með laptoppinn og itunes. Mér fannst ég auðvitað spila alveg geðveik lög ...en ég hef samt ekki heyrt aftur frá gaurnum sem rekur staðinn ..ó well:)

svo var ég að pæla í mannanöfnum. Fólk getur heitið eftir fuglum: Þröstur, Lóa, Svala, Örn, Haukur o.s.fr. ...afhverju má ekki heita eftir öðrum dýrum (ok Björn er reyndar til) eins og Hestur, Köttur, Kónguló, Flóðhestur, Íkorni ..afhverju má þetta ekki!?Ég vil t.d. að sonur minn heiti Broddgöltur og dóttir mín Karta ...kannski að einhver hafi áður beðið um þessi nöfn og það hafi verið gerð málamiðlun með nöfnunum Broddi og Klara?

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Topp 21 mest spiluðu lögin í tölvunni minni árið 2007.
Range LIfe var spilað oftar því ég kíkti oft á YouTube til að sjá myndbandið sem tekið er upp á festivali.

1. Pavement - Range Life (26)
2-4. Feist - Mushaboom (23)
2-4. Peter, Bjorn and John - Amsterdam (23)
2-4. Jens Lekman - Sweet summers night on Hammer Hill (23)
5. Band of Horses - Part One (21)
6. Dionne Warwick - Do you know the way to San Jose (20)
7-9. Feist - La Sirena (19)
7-9. CSS - Let´s make love and listen to Death from above (19)
7-9. Hope Sandoval - Lose me on the way (19)
10-11. Jens Lekman - You are the light (18)
10-11. The Knife - Heartbeats (18)
12-21. The Black Keys - Set you free (17)
12-21. Papas Fritas - Way you walk (17)
12-21. Le Tigre - Tell you now (17)
12-21. Hjálmar - Hvaða frelsi (17)
12-21. Fionn Regan - Put a penny in the slot (17)
12-21. Feist - Gatekeeper (17)
12-21. Nouvelle Vague - Ever fall in love (17)
12-21. Nouvelle Vague - In a manner of speaking (17)
12-21. Francoise Hardy - Comment te dire adieu (17)
12-21. Jens Lekman - Jens Lekman´s farwell song to Rocky Dennis (17)

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Hér koma mest spiluðu hljómsveitir/artistar hjá mér á síðasta ári. Sufjan kom sér líklegast úr þriðja eða fjórða sæti í fyrsta eftir Jólin vegna allra jólalagana hans sem spiluð voru um Jólin.

1. Sufjan Stevens
2. Belle and Sebastian
3. Yo La Tengo
4. Kings of Convenience
5. The Shins
6. The Smiths
7. Jens Lekman
8. Nouvelle Vague
9. Emiliana Torrini
10. Low
11. Feist
12. The Magnetic Fields
13. Bonnie Prince Billy
14. Calexico
15. Pavement
16. Hope Sandoval
17. The Beatles
18. The Raveonettes
19. Led Zeppelin
20. The Black Keys


Topp 20 lög í næstu færslu.

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Líf mitt er ekkert merkilegra en þitt ..afhverju ertu enn að lesa??

Ok, fyrst þú átt ekkert líf sjálf(ur) ..er það ekki líklegast "sjálfur" ..stelpur virðast eiga meira líf ..geta amk haft líf í maganum í 9 mánuði og sumar hafa líf 4 sinnum 9 mánuði og það gera 36 mánuði (ég var alltaf bestur í dönsku). Strákar eru meira í að gleypa lifandi síli ..spurning hversu lengi þau lifa í maganum ...ég spái 35 sekúndum.

Nágranninn minn er fiðluleikari og hún byrjar alltaf að spila kl 8:30 á morgnanna. Það heyrist vel á milli íbúða (aumingja hún að þurfa að hlusta á mig horfa á Teletubbies á hæðsta hljóðstyrk og "I´m not in love" á repeat á laugardagskvöldum). Ég fór þá að pæla afhverju hún byrji svona snemma morguns að spila og það á slaginu 8:30 og þá fattaði ég það. Í æsku þá hefur sennilega A spurt B (flott nöfn) hver höfuðborg Indonesíu væri og B hefur ekki getað svarað því og bent á C(nágrannann minn) og sagt: "spurðu hana" og þá hefur C hugsað "hana? er ég hani??." Og svo eftir nokkrar andvakanætur hjá C vegna þessa nýju tíðinda að hún sé hani þá hafi hún ákveðið að standa sig í því hlutverki og þá fengið sér fiðlu til að vekja fólk þægilega upp af jafnvel vondum draumi eða setja punktinn yfir i-ið á góðum draumi. Ég veit að þið eruð sammála mér ...ég bara veit það.

Extras er besti gamanþáttur sem ég hef séð í langan tíma!

Jesus Christ Superstar er gott leikrit. Einkunn: 8.8

Scrabble er gott spil og það tekur mikinn tíma um þessar mundir.

Síðasti official dagurinn minn í vinnunni (Eir) í dag. Svo tekur við Chile-Namibía ráðstefnan.

föstudagur, janúar 11, 2008

undur og stórmerkilegheit gerðust ekki í dag heldur hinn: ég skipti yfir úr makka í pc! Reyndar er málið flóknara en svo ..svo flókið að niðurstaðan er að ég er afi minn. En í stuttu máli: ég á enn makka sem er reyndar svo lúinn að það er ekki hægt að kalla hana tölvu. Svo á ég borðtölvu sem er pc en um daginn keypti ég mér öfluga Dell fartölvu. Já svo sem ekkert meira frá því að segja ..ómerkilegt það!

En að merkilegri málum...

Völuspáin mín (já ég veit, ekki völva, fylgstu með ok) hefur að hluta til ræst nú þegar ...the bit on Völu Matt. Við sendum henni ostakörfu um hæl.

Sá Singapore Sling í gær. 7 af 10 þar á bæ ...of mikið reverb ..ég veit að þau selja sig sem reverb band en það verður of þreytt in the long run og lögin renna líka saman í eitt ..svo heyrðist ekkert í söngnum ..en fyrir utan það ágætis gigg.

Raggi trúbbó á afmæli í dag ..til hamingju með það ..ég er að fara í ammmli ..öruggla rokk þar á bæ.

og leitin hjá Bubba heldur áfram ..alltaf heitt á könnunni þar á bæ

er ekki enn allt í rugli í Hollywood? ..ekki allt með feldu þar á bæ

og er ekki hægt að gefa sér það að öll fyrirtæki séu í samráði ...púff Ísland ...eitthvað gruggugt þar á bæ

bæ bæ

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Ávarpið...

Sæl öll á nýju ári. Nú þegar heimili landsins hafa hægt á ofátinu og fyrirtæki lækkað ofmat sitt þá er best að staldra við og líta yfir farinn veg. Ekki aðeins hjá sjálfum sér heldur... ...nei ég er bara að fokka í ykkur

...gleðilegt ár vúúúúúú jeeeeeeee jiiibbbííí´lets get drunk yeeeeeeeeeee

..uss orðinn 28 ára og hef ekkert þroskast

..og þó! Lítum aðeins til baka. Í gær fjárfesti ég í tannbursta, eldhúsrúllum, klósettpappír oooooog sunlolly! Ég er að pæla í dýnu til að verja bakið mitt og ég myndi loksins standa upp og segja stopp ef brotið er á dve ..litla manninum (hafið þið séð hann ..its hillarius) ...reyndar er ég ekki að vitna í neinn lítin mann ..ég sagði bara svona.

Svo er ég búinn að minnka tónleikahald og er alvarlega að pæla í að fjárfesta í plötunni með Alison Kraus (skrifað svona?) og Robert Plant. Ekki að þetta sé góð þróun en þetta sýnir þess merki að ég færist nær fertugs aldrinum.

Jæja þetta er nú meira ruglið ..heyrumst fljótt aftur eða eitthvað.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?