<$BlogRSDURL$>

föstudagur, september 29, 2006

Við fórum nokkur uppá Úlvarsfell til að sjá þeagar slökkt var á ljósunum í Reykjavík. Við urðum fyrir vonbrigðum því það myndaðist ekki eins mikið myrkur og við vorum að vonast eftir. Of mörg fyrirtækjaljós og bílaljós eyðilögðu fyrir.

Hey haldiði ekki að kallinn sé bara á myndasíðu hjá brátt heimsþekktri sænskri hljómsveit sem ber nafnið SKILLA. Þið getið séð mig ef þið farið á skilla.nu og farið svo í bilder og svo í SKILLA pa roskilde og skrollað svoldið langt niður. José González og Cardigans ætla að fylgja fordæmum SKILLA og munu því setja nokkrar myndir af mér á þeirra síður ..stay tuned.

Í kvöld eru tónleikar með Ask the Slave og Mammút í Stúdentakjallaranum kl 22 ..ATS byrja að spila uppúr 23 ..þið vitið af mér þar ef þið viljið bjóða mér uppá bjór!:D

Ég er fluttur til foreldrana því þýska konan er í minni íbúð. Nú er erfiðara að koma sér heim ...this is very troublesome!

þriðjudagur, september 26, 2006

Ég sá strætó í gær og á honum stóð Listabraut. Hann var alveg tómur þannig það er greinilegt að fólkið á Listabraut í Listaháskólanum kemur á bíl í skólann ...ehe ehe eeeee....

sunnudagur, september 24, 2006

þriðjudagur: létt kojufyllerí með Stine og Liv
Miðvikudagur: keyrði þær útá flugvöll ..örugglega í 20. sinn sem ég keyri útá flugvöll á þessu ári.
Fimmtudagur: sund
Föstudagur: partý hjá Kriz og dansað á 11
Laugardagur: fyrirsögnin í Fréttablaðinu: Kakkalakkafaraldurshætta (sem er fallegasta orð sem ég hef séð, spurning að stofna hljómsveit með þessu nafni??). Svanhvít kom í óvænta heimsókn snemma um daginn þegar ég var horfandi á Ryder Cup með freyðivín og hún kláraðist örugglega og þar með náði ég að haldast marenaður fram eftir degi. Fór á Nasa og horft m.a. á vinkonu mína Lay Low og svo kærasta vinkonu minnar í Benny Crespo´s Gang spila ..takk Anna Lind fyrir að vera eina sem nennti með.
Sunnudagur: Horfði með Hauki á Ryder Cup ..Evrópa rústaði þessu!
Mánudagur (spá): Vakna við að Vala Flosadóttir og Sigmundur Ernir bjóða mér í óvissuferð. Þau fara með mig uppá Heklu þar sem við keyrum á vélsleða og svo um kvöldið borðum við hreindýrakjöt. Fleiri koma og joina okkur, þ.á.m. eigandi Thorvaldsen og sigurvegarinn í Ora keppninni (keppnin var haldin fyrr á þessu ári, maður átti að borða sem mest af Orabaunum og sigurvegarinn fékk utanlandsferð). Skemmtilegt var þegar Ora gaurinn tók body tequila á Völu Flosa.
Þriðjudagurinn (spá): Fæ hugljómun að ég geti komist að tilgangi lífsins með því að telja krónupeningana í kukkunni minni(sem er full af krónupeningum) og mínusa við fyrri niðurstöðu sem er 42. Krónupeningarnir reynast 237 ...237-42=195 Sem er örugglega ekki fjarri lagi því ef talan 195 er googluð þá kemur ýmislegt fróðlegt í ljós!

ó og Walrachen segir hæ...

fimmtudagur, september 21, 2006

ég skellti mér í Sundhöllina í hádeginu. Það er svo ótrúlega spes að koma þangað inn ..rosalega góður staður fyrir hrollvekju. Gus Gus áttuðu sig á þessu og gerðu myndband þarna. Þegar maður er í sturtunni þá sér maður í gamalmennablokkina við hliðiná ..vá hvað Jóna og Jón gamli hljóta að skemmta sér vel með kíkinn! Ég ætlaði að synda en laugin var full af buslandi gamlingjum þannig ég fór í heitapottinn sem var eins og steikarapottur fullur af kjötbollum. Ég fór líka í gufuna en ég bara get ekki verið lengi í gufu, vantar allt gufuþol í mig ..kannski vantar allt malt í mig líka?

mánudagur, september 18, 2006

ég fór á Nick Cave og það var alveg brilliant! Myndir og vídjó koma fljótlega...

laugardagur, september 16, 2006



Nick Cave í kvöld ..vonandi næ ég að redda miða ..vitiði um miða?

fimmtudagur, september 14, 2006

úúúffff þá er Rockstardótinu loksins lokið! Ég fylgdist bara með 3 þáttum og að sjálfsögðu þættinum í gær. Það sást alveg strax að Magni var ekki að fitta við hin 3 þannig þetta var sanngjarnt að mínu mati.

Ég var kannski ekki búinn að segja ykkur það en ég fer til Berlínar 2. október og verð alveg í mánuð í íbúð á besta stað. Ég svaraði auglýsingu í Fréttablaðinu. Þar var þýsk kona sem vildi skiptast á íbúðum og ég sló til. Þannig ef þið ætluðuð að koma í heimsókn á Snorrabrautina í október þá fáiði bara samband við þýska konu ..ykkar tækifæri að dusta rykið af þýskunni!
Svo er planið að fara til Köben og fara á Yo La Tengo tónleika 5. nóvember ..og jafnvel líka 4. nóvember í Malmö ..það yrði awwwsome!

þriðjudagur, september 12, 2006

Sýningin á laugardaginn var heppnaðist vel. Íbúðin hefði ekki mátt vera minni en það gerði þetta allt saman voða kósí. Ég var með 6 verk á sýningunni ..öll verkin voru frekar einföld en margir virtust fíla vel og hlógu jafnvel nokkrum "hehe"um.

Hér er allur hópurinn: Helga, Nonni, Sóla, ég og Svanhvít...


Djúsí veitingar í boði...


ég við mín verk alveg ógeðslega prád!...


Þetta er Símakrot ..þegar fólk talar í símann þá er það oft krotandi eitthvað á blað á meðan. Hér útskýri ég til hliðar við blaðið um hvað var rætt, hvað ég var að hugsa o.s.fr.


Hér er dæmi...


Bólfélagar, einn krónupeningur=einn bólfélagi. Sjómaðurinn með glasið lengst til hægri hefur verið duglegur...


Þetta verk mitt heitir Í einkaeign og í sviga skrifaði ég í einkaeign. Á símanum eru nöfn þekktra einstaklinga...


Hér rétt sést í verkið mitt Wish you were here. Myndirnar eru af Dolly klónuðu kindinni, Keiko og Steve Irwin ..we all wish they were here...


Þetta verk heitir Útundan og útskýrir sig sjálft. Reyndar var Raggi duglegur að koma með margar ólíkar útskýringar á því. Staupin 15 eru full af mjólk og dökka staupið er Kahlua. Needless to say þá blandaði ég þessu öllu saman og drakk eftir sýningu:D


Haukur og fjölskylda mættu. Fyrir aftan hann er videoverk eftir Helgu...


Þetta er verkið hans Nonna...


Sóla við sitt verk. Ekki náðist betri mynd...


DollFace Design í boði Svanhvítar...


Ég var alveg að fíla DollFaceinn..


Það voru bara allir að fíla þetta í botn!...


Það gekk mikið á...


Svo fórum við á Dillon en við vorum bara 5 á efri hæðinni og stuðið í hættu..


Þá var bara að búa til stuð...





Vá vá vá hvað ég væri svalur ef ég myndi reykja!..


oooóó eruði ekki að grííínast!...


Ekki alveg að virka hjá sumum sko...


Svo stoppuðum við stutt á Sirkus og þar var fertugsafmæli en ég hélt að þetta væri veisla mér til heiðurs...

fimmtudagur, september 07, 2006

Miðvikudagurinn var svaka fjörugur (muniði eftir Fjör á fjölbraut?). Besti frændi í heimi bauð mér á landsleikinn og þótt við töpuðum þá var þetta góð skemmtun.

Haukur þurfti að brjóta lög fyrir leik...


Og hér er annað lögbrot á ferð sem náðist á videói ..fylgist með þegar hann reynir að selja bol!


Og honum tókst það ..og það til Dana!...


Svaka stemmari á leiknum eins og sést á þessu videói

no words needed here...


ég bjó til þennan bol fyrir leikinn og Haukur þrykkti myndinni á bolinn. Eins og sést þá var ég frekar bjartsýnn fyrir leikinn!...


Svo fórum við til Önnu Lindar og horfðum á Rockstar...


oooog svo fórum við Haukur á Sirkus að ræða bissness...


Þannig fór nú sjóferð sú.

þriðjudagur, september 05, 2006



Jáh, ég er sem sagt að farað halda listasýningu ásamt 4 öðrum artífartíum (ekkiaðégséartífartí). Þetta er í fyrsta sinn sem ég mun vera með verk á sýningu og kannski það síðasta því öll verkin mín vera ekta svona "iss ég hefði nú getað gert þetta" dæmi. Svo ætlum við að vera með partý á Dillon frá kl 21. Bjórinn verður á 500kr en ekki 600kr eins og það er venjulega (kommon jú það munar alveg ..þú kannski kaupir happaþrennu fyrir 100kr og græðir milljón!) Ég hvet alla til að mæta bæði á sýninguna og í partýið:)
Verður stingskatan sett í fangelsi?

mánudagur, september 04, 2006

Ég skil ekki afhverju þeir ætla að senda lífsýni úr Priklopil til bandarísku hljómsveitarinnar Interpol eins og kemur fram á mbl. Á það að vera innblástur að lagi?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?